- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
95

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestfirðir.

95

Austurströndin af Isafirði og Isafjárðardjúpi er skoruiaus að

lieita má og gengur bogadregið frá suðvestri til norðvesturs

og endar þar i Bj.arnanúpi, sem er höfði ’yzt á nesinu.

milli Bjúps og Jökulfjarða. Fram með ströndinni er undir-

lendisræma breiðari en hér gerist alment vestra. heitir þar

Langadalsströnd að sunnan, en Snæfjallaströnd að norðan,

fyrir norðan Kaldalón, sem skilur þessi bygðarlög. Kalda-

lón er hinn eini fjörður á þessu svæði, hann er litill og

mjög grunnur, svo riða má innan til yfir hann um

fjöru. Niður i dalinn upp af Kaldalóni gengur skriðjökull

og hafa jökulár þaðan smátt og smátt fylt fjörðinn með
t t

leir. I Isafjarðardjúpi er dýptin hið innra um 40 faðma,
siðan 50—60 f. út fvrir Æðey, en misdýpi er þar töluvert;
siðan gengur breiður áll út eftir miðjum firöi með 65 — 77
faðma dýpi, og mest 80 f.; fyrir utan Bolungarvik verður
aftur grynnra og á breiðum kaiia milli Grænuhliðar og
Stigahliðar er dýptin vanalega 50 — 60 faðmar.

Nesið milli Isafjarðardjúps og Jökulfjarða er mjög
fjöll-ótt og hrjóstrugt hamranes, yfir 2000 feta hátt, sem gengur
út undan Drangajökii. þar er mjög kaldranalegt og fannir
þiðna þar sjaldan eða aldrei á sumrum, i kölclu árferði
liggja skaflar viða beggja megin niður undir fjöru. Yzti
höfðinn heitir, sem fyrr var getið, Bjarnanúpur, og þar fvrir
norðan ganga inn Jökulfirðir, beint á móti er Grænahlið
með brÖttum klettabeltum og yzt höfðinn Ritur.
Jökul-firðir eru fremst mila á breidd og nærri 4 milur á lengd
inn i botn. Jökulfirðir bera nafn með réttu. þeir ganga upp
undir Drangajökul og einn skriðjökulstanginn teygir sig
niður i LeirufjÖrð, alveg niður á jafnsléttu; fjöllin i kring
eru brött og hrjóstrug, gróðurlaus og gæðasnauð og er
jafnan mjög vetrarlegt að lita þangað þó hásumar sé.
Jök-ulfirðir kvislast i 5 smáfirði og ganga fram á milli þeirra
svartir og brattir múlar og höfðar með fönnum á víö og
dreif. Leirufjörður er þar syðstur, hann líkist mjög
Kaldalóni, þvi jökulárnar hafa borið mikinn leir ifjörðinn;
þá kemur Hrafnsfjörður beint til austurs og til norðurs
skerast Lónafjörður, Veiðileysa og Hesteyrarfjörð-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free