- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
96

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

96

Flóar, tirtlir og ues.

u r; ej’rar og skipalægi bak við þær er í flestum fjörðunum,
en verzlun aðeins i Hesteyrarfirði. Dýpt Jökulfjarða er litt
kunn og af aukafjörðum hefir enginn verið mældur nema
Hesteyrarfjörður, hann hefír flatan botn með 20—25 f. dýpi
og jafnan halla út að aðalfirði. I miðjum Jökulfjörðum eru
dýptirnar út eptir 39—53—49 faðmar, en fyrir suðaustan
Grænuhlið er dýptin minni, 20—27 faðmar, mest 35 f. Þar
er flatvaxinn hryggur fyrir mynni aðalfjarðarins.

r

A hinum yzta kjálka Vestfjarða, frá Rit til
Geirólfs-gnúps, skerast nærri eintómar vikur inn i ströndina, en þar
eru engir eiginlegir flrðir, nema nokkrir smáfirðir syðst.
Vikur þessar eru mjög misstórar, en allar hvor annari likar.
að þeim liggur landmegin brattur fjallahringur með einum
botni eða mörgum botnum með fjallshyrnum á milli; fyrir
vikurbotni er oftast dálítið undirlendi myndað af árburði
og sævarsandi, stundum er þar grunt lón með ósi, stundum
vatn eða tjörn með afrensli gegnum malarkambinn; sjálf er
vikin vanalega fremur grunn og botninn jafnt hallandi út
að hafi. Víkurnar standa i nánu sambandi við botna þá
og hvilftir, sem algengar eru i blágrýtisfjöllum á þessu
svæði. ná sumar stutt niður, en sumar niður í sjó, má frá
hin-um minnstu sjá jafna stigbreyting yfir í stórar víkur.
Að-alvík, milli Rits og Straumness, er stærst og merkust, hún
er hérumbil mila á lengd og jafn breið, dýpið 9—20
faðm-ar, undirlendi er nokkuð upp af víkinni. Um mjótt eiði
og lágt (170’) má fara úr Aðalvík (frá Látrum) fyrir ofan
Straumnesfjallið i Rekavik bak Látur, það er litil vik
og skilur brattur múli, er heitir H-vesta, hana frá stærri
vik, er heitir Fljót, þar er undirlendi uppaf með allstóru
vatni, sem sjór fellur upp i; vikin er 9—18 f. á dýpt.
Norður af Fljótum gengur fram höfði, sem heitir Kögur,
og er röst út af honum einsog flestum hyrnum, sem ganga
út á milli vikanna; bak við Kögur er litil vik, sem heitir
Sandvik. í>á tekur við allstór bugða inn í landið, nærri
mila á breidd, þar heitir H1 ö ð u v í k og H e 1 j a r v i k og
gengur Heljarvíkurbjarg (Hælavikurbjarg), svart og
hrika-legt fuglaberg, út austan við vikina. Hinu megin við Helj-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free