- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
104

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

Firðir og flóar á Norðurlandi.

í Flateyjarsundi og sunnan viö Yikurhöfða, þegar
vindstaða-er hentug.

Skjálfandi er 4 milna breiður fiói og 3 milur á lengd,
hann er alldjúpur, dypstur i miðju og afiiðandi út eftir (73,
77, 96, 95, 90, 91, 115 faðmar). Vestan við fióann eru
snar-brött blágrýtisfjöli og út af þeim liggur neðansævar breiður
hryggur með 30—40 faðma dýpi alt út i Grimsey; fyrir
íióabotninum eru sandar við mynni Skjálfandafijóts og
Lax-ár, en að austanverðu gengur Tjörnes fram milli
Skjálf-anda og Axarfjarðar. Tjörnes er 2 milur á breidd og tæpar
2 á lengd, það er hátt og bratt að austanverðu, en lágir
hamrar og lausagrjótsbakkar viðast fram með vesturströndu.
þar er verzlunarstaðurinn Húsavik og opið skipalægi fyrir
utan. Nyrzta totan á Tjörnesi heitir Valadalstorfa; út af
nesinu er grunnsævi langt út og á þvi Mánáreyjar með
ýmsum boðum og brekum. Axarfjörður er mikill fiói
milli Tjörness og Melrakkasléttu, 4 mílur á breidd og 3 - 4
á lengd; dýpið er svipað einsog i Skjálfanda (70—1<>0 f.)
og botninn hallast út. Við Axarfjörð sjást miklar menjar
eldgosa, hraun, eldgigir, laugar sprungur og signar
land-spildur. Fyrir botninum eru sandar miklir og láglendi, að
vestanverðu brött blágrýtisfjöll á Tjörnesi, en múlar og
hálsar úr móbergi að austanverðu. Hafnir eru þar engar,
en skipalægi brúkleg i bærilegu veðri, að vestanverðu á
Fjallahöfn, að austanverðu við Kópasker
ogGrrjót-n e s.

Melrakkaslétta er einn af hinum stærstu útskögum
á Islandi og nær lengst norður, alt að heimsskautsbaugi
Nyrzt og vestast er þar höfði, sem heitir Rauðagnúpur,
hann er ekki nema 242 fet á hæð, en sést langt að af því
láglendi er i kringum hann. Norðurströndin á Sléttu er
mjög vogskorin og skerjótt og grynningar út af og boðar.
Rifstangi gengur lengst norður og þá
Hraunhafnar-tangi nokkru austar; þar eru mörg smálón og vötn fram
með ströndu. Að austanverðu gengur stór skora inn i
Mel-rakkasléttu inn að Ormalóni og gengur Melrakkanes þar út
að sunnan- og austanverðu og er sú strönd úr móbergi en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free