- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
106

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



106 Flóar, tirtlir og ues.

fjarðarbotnum. Yfiiieitt er svo farið um alla iirði fvrir
norðan Seyðisfjörð. Milli Langaness og Kögurs ganga inn
þrír iiúar. Bakkafiói, Vopnafjörður og Héraðsfiói með
ýms-um vikum og skorum inn i lanclið. en ólikir eru þeir allir
hinum eiginlegu Austfjörðum, sem eru djúpar og mjóar
vatnsskorur milli hárra fjalla og vanalega meira dýpi inni
i fjörðunum en i mynni þeirra. Vopnafjörður er um
mynnið 3 milur á breidd og viðlika langur, hann
skift-ist i tvent, heitir nyrðri álman Nýpsfjörður, en hin
syðri Vopnafjörður. Kolbeinstangi skiiur firðina og
austan á honum stendur verzlunarstaðurinn Vopnafjörður.
Inn af Nýpsfirði er lón allstórt en grunt, i það fellur
Vestra-dalsá. utar er dýpi miðfjarðarins 13—20 faðmar. Ut af
Kolbeinstanga er grunn og austan við hann hólmar og
sker; höfnin á Vopnafirði er litil og léleg milli lands og
skerja. Sunnan Vopnafjarðar ganga háir múlar að sjó fram,
Krossavikurfjöll og Búr, en yzti höfðinn heitir Kollumúii.
Austan við nes þetta gengur Hóraðsflói inn i landið
milli Kollumúla og Kögurs, hann er o1/^ mila á breidd, en
skerst varla milu inn i landið, fyrir botni hans eru sandar
með hafnleysum og brimi, flóinn er alldjúpur með jöfnum
halla út á við (15—90 f.). Vestan við fióann er
Múla-höfn, litil vik upp í háa hamra og sker fyrir framan.

Fyrir sunnan Kögur ganga margar smávikur inn i
landið, er það viðast mjög sæbratt, og skriður og hamrar
oft ljósleitir og mislitir, af því líparít er þar mikið í
fjöll-um. Allar eru vikur þessar fremur grunnar og grunnsævi
fyrir utan (20—30 f.). Nyrzt er Njarðvík (4 — 9 f,), þar
eru i neshorninu sunnan við vikina tæpar götur og heita
þar Njarðvikurskriður, hefir lengi þótt hættulegt að
fara um þær. Pá skerst inn Borgarfjörður hálf míla á
lengd og breidd (8— 30 f.) og er undirlendi eigi all-litið up])
af firðinum, en i hinum eystri víkum, á hinum fjöllótta
kjálka milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. er varla
ekkert undirlendi nema litlar dalskvompur. I Borgarfirði
er nú verzlunarstaður vestanvert við fjarðarbotninn suður
af Geitavik, en skipalægi eru slæm i tirðinum nema i góð-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free