- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
109

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Austiivðir.

109

skerst inn Reyðarfjörður. sem er mestur fjörður eystra.
norðan við mynni hans er Seley, lágur grasi vaxinn hólmi.
en að sunnanve’rðu Skrúður, há hamraey.
Reyðar-fjörður er 4 mílur á lengd, mila á breidd i mynni og hálf
mila innar og sumstaðar nokkuð meir. Fjörðurinn skiftist
við Hólmanes með Hólmatindi i tvær kvislar.
Innri-Eeyðarfjörð, sem gengur beint vestur, og Eskifjörð.
sem gengur til norðvesturs. hinn fyrnefndi fjörður er djúpur
inn i botn (24—74 f.), en Eskifjörður er grynnri (16—38,
26—20 f.) og er þar í fjarðarmynninu hryggur neðansævar,
sem gengur út frá Hólmatindi Suðvestur af þessum tindi
er á fjarðarbotni djúp dæld. svo grynkar aðalfjörðurinn
nokkuð (66 f.), en siðan hefst i miðjum firði djúpur áll, er
gengur út allan fjörðinn og út úr honum langt til hafs;
áll þessi er 70—9<> faðma djúpur, en i honum eru þrjár eða
fjórar kvosir alldjúpar (97, 1()5, 106 f.). Fyrir utan
fjarðar-mynnið eru hryggir neðansævar frá A’attarnestanga til Sel
eyjar (með 30—60 f. dýpi). en gegnum þá gengur aðaláll
Reyðarfjarðar og er hann þar 75 faðma djúpur. A
Reyð-arfirði eru viða skipalægi allgóð i smávikum beggja megin
og verzlunarstaðir eru þar á Eskiíirði og inst í
Innra-Re^’ðarfirði að norðanverðu Nesið sunnan við Reyðarfjörð
er mjög fjöllótt með háum tindum. en norður úr hinum
yzta enda þess gengur Vattarnestangi út i fjarðarmynnið:
yzt á nesinu er Halaklettur; þaðan út og suður er Skrúður
og Andey og mörg sker og boðar, en á landi liggja hér
tæpar götur i skriðum fyrir nesið

Fáskrúðsfj örður er tvær milur á lengd og hálf iníla
á breidd að utan, en mjókkar inu eftir. háir fjallatindar
standa i röðum beggja megin og er fjörðurinn alldjúpur.
en þó með fiötum botni (30—54 f.); fyrir utan [-fjarðar-m}rnnið-] {+fjarðar-
m}rnnið+} er sjórinn aftur nokkuð grynnri (36 f.). Innarlega
i firðinum að norðanverðu er Mjóeyri, bak við hana er
gott skipalægi, þar liggja hin mörgu frönsku fiskiskip, er
leita til þessa fjarðar; inni undir fjarðarbotni er nú lika
verzlunarstaður. Sunnan við Fáskrúðsfjörð er
Gvendar-nes, út af þvi er hörð röst, þá kemur Stöðvarfjörður,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free