- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
113

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hafnir.

127

og fiskiveiðar voru þá miklu minni en seinna varð. af þessu
leiddi. að eigi var svo mikil þörf á rúmgóðum höfnum eins
og siðar. þegar verzlun jókst við útlendinga og fiskiúthald
varð meira. A 15. og 16. öld var fiskverzlun orðin mikil
á Tslandi og fjöldi útlendra fiskiskipa, hvala- og
selveiða-skipa leituðu til Islands. þá var landið svo frægt fyrir
skreiðina. að það i Suðurlöndum jafnvel var kallað
»Harð-fiskaiand« eða »Stokkafixa«. í>á þurftu menn á tryggum
og rúmgóðum höfnum að halda og Englendingar og
fjóð-verjar, sem þá höfðu alla verzlun á Islandi. höfðu
aðal-stöðvar í Hafnarfirði, sem þeir kölluðu »Haneford« og
börð-ust þar stundum um skipalægi. A 19. öld varð Reykjavik
mesti verzlunarstaðurinn, sem kunnugt er; þó höfnin sé
hvergi nærri góð, þá er þar rúm fyrir mörg skip og
all-gott hlé fvrir vindi og sjó i sumum áttum. Aðalkostur
Rej’kjavikur-hafnar er þó, að hún liggur vel við samgöngum
bæði frá hinu fjölbygða, nærri hafnlausa,
Suðurlandsundir-lendi og frá verstöðunum kringum Faxafióa. Pegar
verzl-unin á 19. öld fór að aukast að mun, myndaðist hér svo
sem af sjálfu sér miðdepill íslenzkrar verzlunar og
höfuð-bær landsins.

4. Eyjar kring-um ísland.

Við strendur Islands eru tiltölulega fáar eyjar; í öðrum
jafn vogskornum löndum eru þær oft miklu fleiri. Fyrir
framan fjarðastrendur eru oftast skergarðar og eyjaklasar
einsog t. d. i Noregi, en Noregur er harðari en Island,
sjór-inn helir þar átt örðugra með að brjóta landið; á Islandi
hefir aldan jafnt og þétt getað etið sig inn i móberg og
blágrýti og brimið hefir smátt og smátt mulið burtu allar
ójöfnur; jarðlagaskipun móbergs og blágrýtisfjalla getur
eigi veitt eins mikla mótstöðu einsog granit og gneis og
annað forngrýti. Við hinar vogskornustu strendur íslands,
Austfirði, Vestfirði og Norðurland, eru örfáar eyjar og sker.
helzt út af höfðum og nesjum; langflestar eyjar eru á
Breiða-firði, en þar stendur sérstaklega á jarðmynduninni, fjarð-

8

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free