- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
115

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Evjar kringum ísland.

115

fyrir utan Reykjaues, 7 mílur undan landi, þar kom upp
ey, sem kölluð var Nýey, en hún hvarf skömmu síðar.

Meginþorri blágrýtiseyja við Island eru lágar úr sjó,
sumar fiatvaxnar, sumar með ásum og holtum. Af
blágrýt-iseyjum munu Dimonarklakkar á Breiðafirði, Skrúður hjá
Reyðarfirði og Grimsey vera hæstar, en af móbergseyjum
eru Vestmannaeyjar langhæstar, Heimaklettur er rúm 900
fet á hæð. Flestar klettaeyjar eru sæbrattar og sumstaðar
há fuglabjörg eins og á Grimsey og Vestmannaeyjum. f*ar
sem grunnsævi er, og mikill munur fióðs og fjöru, eins og
t. d. á Breiðafirði, verða margar eyjar áfastar og sumar
landfastar um fjöru. Þessar eyjar allar, sem nú gátum vér,
eru úr föstu bergi, en til eru lika nærri landi eigi allfáar
eyjar, sem eru lausara eðlis, myndaðar á ýmsan hátt af möl.
sandi, leir og leðju; oftast hafa ár eða sævarföil valdið þvi,
að svo mikili sandur stöðvaðist. að úr þvi varð liólmur eða
eyja eða þá stundum sandrif eða sundurlausar rifeyjar út
af ám og lónum. Siikar eyjar geta með tímanum orðið
fyrir miklum breytingum. Eyjar af þessu tagi eru flestar
fyrir Mýrum, þar berst árburður mikill frá Hvitá og öðrum
stórám norður og vestur með landi, svo þar hafa myndast
gr\rnningar og margar evjar og hólmar. Fyrir Alftafirði og
Hamarsfirði eystra eru margar smáeyjar, sem hafa stækkað
og sameinast í manna minnum, þær eru mestmegnis úr
rok-sandi og berst efnið i þær að ströndu með sævarföllum,
þvi þar eru straumar harðir með landi fram, eins og fyrr
hefir verið getið. Ailar eyjar við Island eru svo nærri
ströndu, að jurta- og dýralif á þeim er ekki i neinu
veru-legu frábrugðið þvi sem er á meginlandinu, þó má geta
þess, að á sumar eyjar eru ennþá eigi komnar mýs eða
rottur.1)

t i
’) Agrip j>að, sem hér fylgir, um helztu eyjar kringum Island,

snertir aðeins ahnenna landlýsingu og skipulag eyja með ströndu, en

svo er tilætlast, að hinum merkari eyjum verði, eins og öðrum merkis-

stöðum, ítarlega lýst síðar í staðalýsingunni, en þar mun getið smærri

atriða, er snerta landslag, atvinnu og sögu héraða og einstakra staða.

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free