- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
119

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestmannaeyjar.

119

fyrir utan eru clrangar margir og má af þeim nefna
Háa-drang1) (178’), Lundadrang (143’) og Máfadrang (112’).

Vestmannaeyjar liggja rúma milu undan Eyjasandi.
7 »,2 milu vestur af Dyrhólaey, þær eru háar úr sjó og sjást
langt að bæði utan frá hafi og af landi, og hyllir þá oft
upp við hafsbrúnina. Svo er talið. að Vestmannaej’jar séu
14 að tölu. þegar sker. stapar og smáhólmar eru taldir frá;
Heimaey er hin eina bygða ej og langstærst. hinar
eyj-arnar eru allar óbygðir klettahólmar. Eyjarnar eru
um-girtar björgum og hengifiugum og risa eins og hnúkar úr
hafi, fuglveiði er á þeim öllum, og á 8 kvað vera graslendi
og meiri eða minni beit fyrir sauðfé. Vestmannaeyjar
standa á grunnsævisfleti með 20—30 faðma dýpi og hamrarnir
stiga oftast án nokkurs aðdraganda beint upp af djúpinu.
milli eyja og lands er 40 faðma djúpur áll. Heimaey er
rúmur þriðjungur úr ferh. milu að flatarmáli, nærri mila á
iengd og rúmur þriðjungur úr milu á breidd. Að norðanverðu
er eyjan bröttust og hæst. þar ganga einlæg standberg og
móbergshamrar þverhnýpt i sjó fram. Nyrzt og austast er
Yztiklettur (666’), þá Heimaklettur (902’) og norðan i
hon-um Dufþekja, svo kemur langt og mjótt eiði (Prælaeiði),
er skilur Heimaklett frá Stóra Klifi (720’). vestast er
Dal-fjall (870’) og milli þess og Klifsins gengur inn
Herjólfs-dalur að sunnan. Fram með björgum þessum eru margir
stapar, drangar og sker. viða eru hellar inn i bergin og
sumstaðar göt i gegnum klettasnasir. Vestur af Dalfjalli
eru brattar smáeyjar (Hrauney, Hani, Hæna o. fl.). Suður
af þessum björgum er láglent og svo hraun, sem runnið
hefir vestur frá Helgafelli, það er eldfjall, reglulega löguð
keila. 720 fet á hæð, beint suður frá kaupstaðnum.
Helga-fell hefir líklega gosið snemma á landnámstið, og mun þess
siðar getið. Vesturströnd evjarinnar gengur til SSA. og
eru þar vegghamrar lágir, en austurströndin er hærri
(Sæ-fjall 600’, Litlihöfði 367’), þar gengur inn breiður vogur

l) Uppgöngu Hjalta Jónssonar á Háadrang er lýst í ísafold 1898.
bls. 215.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free