- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
126

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

Ey.jar kringum Island.

liggur undir Selbergs prestakall, þar er slægjuland og
æðar-varp. Fram undan Helgafellssveit liggja margar eyjar
bygðar og óbygðar. Af bygðum eyjum má nefna
Hösk-uldsey, sem er vestust. hálfa aðra mílu norður af mynni
Kolgrafarfjarðar, og Akurey i opi sama fjarðar, þá
Por-móðsey, Saurlátur, Sellón og Elliðaey, þar er viti og
ágæt höfn þó lítil sé. þaðan i landsuður eru Fagurey og
Bíldsey. Urmull er hér af skerjum, hólmum og óbygðum
smáeyjum, sem liggja undir ýmsar jarðir og eru allmikil
hlunn-indi að mörgum þeirra. Yið innsiglinguna á Stykkishólmi er
Súgandisey nafnkunnust. I mynni Hvammsfjarðar er
mikill eyjabálkur og teljast sumar til Snæfellsness)’slu, sumar
til Dalasýslu. Til Skógarstrandar teljast þessar bygðar eyjar:
Geitareyjar, Gvendareyjar út af Alftafirði, Olafsey
og Brokey, hún er langstærst og arðsömust í tillit-i til
heyskapar, grasnytja, eggja- og dúntekju. I’á er Oxney
þar fyrir vestan og örmjótt sund á milli, en Rifgerðingar
eru litlu norðar. A Oxney að vestanverðu er Eiríksvogur,
þaðan sigldi Eirikur rauði, er hann fór at leita Grænlands.
Undir þessar hinar bygðu eyjar liggur fjöldi af óbygðum
smáeyjum og hafa sumar verið bygðar áður, af þeim hafa
menn ýmsar nytjar.

Annar eyjabálkur fyrir Hvammsfjarðarmynni liggur i
útnorður frá eyjum þeim. sem síðast voru taldar, og milli
eyjaklasanna er Breiðasund, en inn af þvi gengur Röst
og Trska leið inn i Hvammsfjörð. Eyjarnar liggja út undan
Klofningsnesi til suðvesturs og hin s^’ðsta og merkasta
þeirra er Hrappsey, sú ey er einna hálendust allra eyja á
Breiðafirði, og þar eru nokkrar borgir, sem sjást langt að
(Akurborg 143’, Vitanesborg 121’, iilfhóll 105’). Hrappsey
er góð bújörð, þar er og fuglatekja mikil og æðarvarp; þar
var prentsmiðja 1773—1794. Norður af Hrappsey eru
Klakk-evjar og þar eru Dimonarklakkar (185’), tvö
strýtu-mynduð smáfell, sem sjást langt að. I útnorðri frá
Hrapps-ey er Arney, og Fremri-Langey og Efri-Langey
ganga þaðan til norðausturs upp undir Skarðsströnd. Kiðey
liggur vestur af Klakkeyjum, og Purkey landnorður af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free