- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
127

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

H r e i ð a fj arð areyj ar.

127

r

Hrappsey og er hún mjög vogskorin. Ut af Skarðströnd á
G-ilsfirði liggur fjöldi eyja, þar eru Rúfeyjar,
Rauðs-eyjar og Akureyjar bygðar, og aragrúi af óbygðum
stná-eyjum.

Fram með allri norðurströnd Breiðafjarðar, innan úr
(iilsfirði og út fyrir Vatnsfjörð, eru einlægar eyjar og
sker bæði fjær og nær landi, en stærstur er evjaklasi sá,
sem liggur út af Skálanesi og Múlanesi, eru þær eyjar
hreppur sér, sem kallaður er Eyjahreppur. Undir hinar
bvgðu eyjar liggur sægur af smáeyjum, sem menn liafa ýms
not af og hlunnindi. Aðaleyjabálkurinn gengur frá
land-norðri til útsuðurs og er S1/^ mila á lengd; evjarnar eru
úr blágrýti með borgum og ásum og fiestar hæstar að
norðan, þvi blágrýtislögin hallast hér suður einsog i
fjöll-unum á meginlandinu fyrir norðan Breiðafjörð; laugar og
hverir eru sumstaðar i evjum þessum, sumir i flæðarmáli.
sumir i sjó. Skáleyjar eru nyrztar af hinum bygðu
eyj-um. þá koma Hvallátur að vestanverðu og Sviðnur að
austan i eyjaklasanum, en Svefneyjar syðst. Vestur af
Svefneyjum er Flatey, 2 milur frá Múlanesi og 3x/2 milu
frá Skarðsströnd, þar er höfn litil en góð. Arið 1172 var
sett klaustur i Flatey, en það var flutt þaðan til
Helga-fells 12 árum síðar. Hin nafnfræga sögubók Flateyjarbók
heflr tekið nafn af þessari ey; 1777 var settur kaupstaður í
Flatey og heflr verið þar síðan. Rúrna milu norðvestur frá
Flatey er Hergilsey, en Bjarneyjar nærri tvær milur
til suðurs, liggja fjarri hinum eyjunum einar sér; þar var á
fyrri timum mjög mikið útræði1) og eins i
Oddbjarnar-skeri, sem liggur rúma milu vestur af Flatey, |>angað fóru
menn á 18. öld til róðra úr nálægum sveitum, og skerið var
alt hulið verbúðum. Suður af Bjarneyjum er Stagley og
uppi undir Barðaströnd Sauðeyjar og margar aðrar eyjar;
fjöldi af eyjum liggur lika undir Reykhóla og aðrar jarðir
í Barðastrandarsýslu.

’) Fyrir stórubólu (1707) gengu í Bjaineyjum 66 skip og bátar til
liskjar (Breiðafjarðarannáll, Hdrs. J. Sig. 39. Fol.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free