- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
128

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

128

Ey.jar kringum Island.

Fyrir Yestfjörðum eru hvorki eyjar né sker, sem teljandi
séu. fyrr en kemur norður á Isafjarðardjúp, þar eru fjórar
eyjar. \"igur og Æðey, Hrútej7 i mynni Mjóafjarðar og
Borg-arey. eru tvær hinar fyrstnefndu bygðar og er Æðey stærst.
Vigur liggur út af Hestfirði, fjórðung milu undan landi,
eyjan er afiöng og lækkar og mjókkar suður, hún er fögur
og grasgefin. þar er fuglver mikið og æðarvarp; sunnan til
á eynni er höfn í litlum vog við bæinn. Æðey liggur
nokkuð innar en Vigur, upp við Snæfjallaströnd. örstutt frá
landi, hún er hólótt og þrjár borgir norðan á henni. um

19. mynd. Drange^’.

miðjuna er eyjan lægri og syðst er þyrping af kollóttum
hólum; milli hæðanna eru mýrabollar hér og hvar; þar er
litil höfn en allörugg, þvi tveir hólmar liggja fyrir framan;
fyrir botni vikurinnar er bærinn. Par er æðarvarp mjög
mikið. Hólmi litill er i sundinu milli lands og eyjar og
undir Æðey heyra töluverðar slægjur á Snæfjallaströnd.
Borgarey liggur undir Vatnsfjörð, þar eru hagar góðir og
æðarvarp. Fram með Hornströndum og Strandasýslu eru
hér og livar stapar og drangar, sker mörg og nokkrir
hólmar. en engar bygðar eyjar. Ut af Dröngum á Horn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free