- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
131

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Grímsey. Kolbeinsev.

131

heimsskautsbaugi; eyjau er 2/3 milu á lengd frá norðri til
suðurs, en 900 faðmar á breidd þar sem hún er breiðust.
Að austanverðu eru þverhnýpt björg með sjó 2—300 feta
há, en eyjan hallast til vesturs og þeim megin eru lágir
klettar með ströndu (30—50 feta háir); eyjan er öll úr
blá-grýti og sumstaðar er stuðlaberg i hömrunum. Grimsey er
breiðust um miðjuna en mjókkar til beggja enda, einkum
til norðurs, yzti tanginn heitir Eyjarfótur eða Fóturinn, þaðan
gengur stutt rif til norðurs; suðurendinn er breiðari og sker
fyrir utan. sem heita Flesjar. A austurströndu eru eintóm
fuglabjörg og engar vikur að ráði, en fáein sker og stapar
fyrir utan. Ýmsir partar bjargsins taka nafn af bæjunum
og nokkrar skorur hafa sérstök nöfn (t. d. Handfestargjá,
Almannagjá og Kaldagjá), hnúskum á bjargröndinni hefir
lika verið nafn gefið, þar eru Hamrahólar, Vænghóll,
Hand-festarhóll (344’). Stóribratti o. fi. Milli bjargsins og
bygð-arinnar er lægð og i henni smátjarnir syðst, Hólatjörn er
þeirra helzt. Norðvestan i eyna gengur Básavik og að
suðvestan Sandvík, þar er bezt lending; skip leggjast fyrir
Sandvik og Grenivik, en sjór er þar oftast allmikill og
ylgja. Bæirnir liggja allir að vestanverðu, þeir eru 10 að
tölu. en hafa til forna verið fleiri; Miðgarður (102’) er
prestssetrið i miðri bygðinni að sunnanverðu.
Grimsey-ingar lifa á fuglaveiðum og fiskiveiðum. Jurtagróður er
kyrkingslegur og heyskapur litill, svo landbúnaðurinn er
ekki mikill, örfáir stórgripir og fáeinar kindur.1)

Hérumbil 10 milur norð-norðvestur frá Grimsey, 14milur
norður af Siglunesi, stendur einstök klettaey, sem heitir
Kolbeinsey (Mevenklint), upp úr reginhafi með fáeinum
skerjum i nánd, örskamt fyrir norðan og austan eyna hafa
menn fundið 120 faðma dýpi, svo hún hlýtur að vera brött
neðansævar. Kolbeinsey er 50 feta hár blágrýtisklettur og
hvit af fugladrit og sést þessvegna langt að, likist i fjarska
skipi á siglingu, sé hún séð úr vissri átt; hún kvað vera

1902 voru í Grímsey 2 kýr og einn kálfur, 2 hestar og 294
kinrlur. Grímseyingar voru 1901, 83 að tölu.

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free