- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
132

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

182

Ey.jar kringum Island.

400 faöma löng og 60 faðma breið. Kolbeinseyjar er getið
i Landnámu, þar er sagt að »dægrsigling sé til óbygða á
Grænlandi úr Kolbeinsey norður.« Svarfdæla getur um
uppruna eyjarnafnsins.x) Kolbeinn landnámsmaður bar
minni hlut i deilum við Una, varð liann þá svo reiður, »at
hann stökk á skip ok sigldi í haf. ok braut skipit við
klett þann. er liggr i útnorðr undan Grimsey, ok týndist
Kolbeinn þar, ok er eyin við hann kend ok kölluð
Kol-beinsey.« Arið 1580 sendi Guðbrandur biskup þá
Hvann-dalabræður til þess að leita að Kolbeinsey, fundu þeir hana
og fóru þangað tvær ferðir, þótti ferð þeirra hin mesta
frægðarför og var ortur bragur um.2) A 19. öld komu
ís-lenzk hákarlaskip oft til Kolbeinsevjar, og hefir eyjan oftast
verið þakin af fugli og sel, er menn hafa lent þar.

Yestan við mynni Skjálfandaflóa er Flatey, tæpa hálfa
mílu frá landi út af Flateyjardal, og heitir Fiateyjarsund milli
lands og eyjar. Flatey er allstór og flatvaxin, hún er úr
blágrýti einsog næstu fjöll á landi. I Flatey eru landgæði
litil og mikið vetrarriki, ibúarnir lifa þvi mest á
sjávarút-vegi, enda er þar aflapláss gott, en gæftir oft misjafnar;
þar eru 5 eða 6 býli og kirkja hefir verið þar til skamms
tíma. Frá eynni ganga tvö rif til lands, og brýtur stundum
á þeim i sævargangi, milli þeirra er gott skipalægi i
norð-anátt. I Flatev hafa komið harðir jarðskjálftar, einkum
þó 1260 og 1755, þá féllu allir bæir i eynni. I Skjálfanda
austan til, stutt fyrir norðan Húsavik, er Lundey, út af
Héðinshöfða, hún er sæbrött mjög en flöt að ofan, þar er
eggver nokkuð, lundaveiði og grasnytjar. Hálfa aðra milu
norður af Tjörnesi eru Mánáreyjar, þær eru úr móbergi,
grasigrónar að ofan og sæbrattar. Eyjarnar eru tvær, Háey
nær landi og Lágey utar, og er skamt á milli þeirra.
Gegn-um Háey, sem er minni, en hærri, er hátt port eða gat; í
eyjunum er töluvert af bjargfugli. Nokkrum sinnum
þyrkj-ast menn hafa orðið varir við eldgos á mararbotni nærri

Landnáma utg. 1843, hls. 26. Svarf’dæla útg. 1883, hls. 64.

2) Landfræðissaga 1, bls. 215—217.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free