- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
135

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Blágrýtist’jöll.

135

og höfðum, sem teygja sig út á miili fjarðanna og ganga
þverhnýptir i sjó fram, hver strengur er blágrytislag eða
stallur, eldgamlar hraunmyndanir, sem sjórinn hefir brotið
framan af. Blágrýtisfjöllin sýnast oft brattari en þau eru i
raun og veru, og iitið ber á stöllunum, nema þegar snjóað
hefir nýlega, þá liggja skafiar ofan á hverjum stalii og sýna
lagskiftinguna glögglega; stundum er dálítill gróður á
stöll-unum, mosaþembur og kaldavermslisdý. Biágrýtisfjöllin
verða þvi brattari sem nær dregur brúnum og ofan tii
eru stundum nærri þverlmýptir hamrar, þar eru stallarnir

21. mynd. Blágrýtistjall. Isafjörður. Hvilftin sést hálf liægra megin.

örmjóir, 1—2 fet eða jafnvel mjórri, en breikka þegar neðar
dregur og verða neðst að breiðum hjöllum, er taka sig upp
beggja megin og hringinn i kringum dalina. Hjaliar þessir
eru að ofan fiat.ir, eða með litlum hamrahnúskum, og hallast
oftast inn að landinu, en i dældunum eru mýrar og dý; ár
og lækir fossa í háum bunum stall af stalli, og þar sem
hæðin er töluverð yfir sjó, liggja vanalega, þegar liart er i
ári, langar skafiaraðir fram á sumar i hjallakverkunum.
Fj<")llin eru oft brattari undan sólu; mót sólu eru verkanir
vatnsrenslisins meiri, þýðan varir þar lengur og hreyfingar
vatnsins eru stórgerðari, svo fjöllin molna fljótar þeim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free