- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
137

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Móbergsfjöll.

137

lausagrjótið eigi getur borist frá eða hrunið, er bergið
oft-ast þakið lausum steinum, sem losnað hafa úr blágrýtinu af
afli frostsins, og liafa hinir einstöku steinar klofnað eftir eðli
grjótsins og klofnunarflötum i hornótta búta, hellur eða
kólfagrjót. Hið gráleita blágrýti, sem mjög viða er ofan til
i fjöllum. klofnar viðast i liellur.

Móbergsfjöll hafa vanalega annað útlit en
blágrýtis-fjöll, takmarkalinur þeirra eru aðrar. A blágrýtisfjöllum
eru oftast flatar og sléttar brúnir, eða þá jafnháir tindar
með reglulegum skörðum og giljum, en i þeim landshlutum.
þar sem móberg og þussaberg eru aðalbergtegundir, er
yfir-borð fjallanna oftast bunguvaxið eða öldumyndað, þó út af

22. niynd. Móbergsfjöll lijá Kolviðarhöl.

þvi geti þó brugðið: dalirnir eru þar vanalega fáir og
tiat-vaxnir, eða þá óreglulegar lægðir hér og hvar innan um
hæðahryggi og hálsa Stundum eru i móbergshéruðum
regluleg fell með bröttum hlíðum og tiöt að ofan, en þá
liggur vanalega grágrýti eða blágrýti ofan á og kemur
fram í hömrum við brúnirnar. Stundum hafa
inóbergs-hryggir skorist sundur í ótal misháa tinda og nybbur, sem
standa i þétt settum röðum, svo er t. d. Kverkhnúkarani,
Skælingar og Uxatindar, Tindaskagi og Kálfstindar og fleiri
fjöll. Móbergið er oft svo laust i sér, að regnvatnið sigur
í gegn og kemur fram i uppsprettum annarstaðar, svo er
t. d. víða i hinum yngri móbergsfjöllum á hálendinu, á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free