- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
139

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hellar.

139

verða þar harðari rákir, sem sprungurnar voru. og standa
þær fram á yfirborði, þegar bergið eyðist, eins og
neta-möskvar. Uppi á móbergsfjöllum er móbergið stundum
ein-kennilega sunduretið með ótal bollum og skálum, þannig
t. d. á Helgafelli og Trölladyngju á Reykjanesi, i fjöllum
við fórisvatn og viðar.

I móbergi og móhellu eru oft hellar stórir og smáir
og er örðugt að gera sér grein fyrir, hvernig þeir eru
mynd-aðir. enda hafa fáir þeirra verið rannsakaðir; flestir munu
tilorðnir af vatnsrensii, en aðrir ef til vill á annan liátt;
sumstaðar hafa hellar auðsjáanlega verið holaðir af
mönn-um i móberg og móhellu, sumstaðar eru stórir hellar bak
við fossa.1) Viða hafa hellar myndast af ágangi sævar við
fjöruborð bæði i blágrytis- og móbergsstrendur; sumir þessir
hellar eru nú uppi i landi langt frá sjó og hafa myndast
þegar sævarborð var miklu hærra og öll undirlendi i sjó,
slikir hellar eru algengastir á Suðurlandi, i Olfusi, undir
Eyjafjöllum og viðar. Þessir brimsorfnu hellar eru allir á
svipaðri hæð yfir sjó, oftast á 150—250 feta hæð vfir
flæð-armáli; en í móbergshéruðum eru lika mjög viða aðrir
hellar hátt og lágt, án þess nokkur regla virðist vera á
niðurröðun þeirra. Eg skal hér aðeins nefna fáeina, sem
liggja hátt yfir sjó: Landmannahellir norðaustur af Heklu
er 1944 fet yfir sjó, hann er 12 álnir á breidd og 21 á lengd
inn i nvrðri afhellir og 5^/s alin á hæð þar sem hæst er.
Krákuhellir við Bláfjall suður af M)?vatni er hérumbil 1100
fet yfir sjó, Laugarvatnshellir 724 fet. Fjárhellir og
Söng-hellir við Hitardal 583 fet, Sönghellir hjá Stapa 816 fet yfir
sjó o s. frv. Margir hinir stærstu hellar á Islandi eru i
hraunum. þeir eru annars eðlis og mun þeirra siðar getið.

’) Brynjúli’ur Jónsson frá Minna-Núpi heíir lýst mörgum hellum
i Hangárvallasýslu i Árbók Fornleifafélagsins 1900, bls. 5—7; 1902,
bls. 24-29; 1905. bls. 52-55.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free