- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
140

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

142

Yfirborðsmyndanir. 154

2. Yfirborðsmyndanir.

Yfirborð og lögun landa, landslagið og jarðvegurinn er
árangur af löngum áhrifum þeirra afla, er vinna að
jarðar-smiðinni. Tvö eru þessi aðalöfl, er öllum breytingum ráða.
sólin að utan, jarðhitinn að innan. Fjöllin leysast smátt og
smátt sundur og misjöfnur jarðskorpunnar eyðast af
sólar-hita og áhrifum lofts og lagar, en eldkraftarnir að innan
byggja upp að nýju. Hitabreytingar á nótt og degi, á
sumrum og vetrum. sprengja og mylja yfirborð klettanna,
vindurinn og regnið færa dustið burt, ár og lækir bera
sand og möl niður á láglendi og til sævar og grafa sér
djúpa farvegi, sem með tímanum verða að stórum dölum;
skriðjöklar mylja grjót, bera það burt og fægja og skafa
kletta þá, sem þeir ganga yfir; brim, öldur og straumar
ganga á ströndu og færa lausagrjótið úr stað. Pannig
eyð-ast löndin i sífellu og berast út í sjó, mundu öll fjöll á
end-anum nagast sundur niður að rótum og allar misjöfnur
land-anna hverfa, ef önnur öfl ekki spyrntu móti. Pó það sé
aðeins örþunn skán af yfirborði landa, sem árlega berst út
i sjóinn, þá sýnir jarðarsagan, að stór lönd og háir
fjall-garðar hafa hvað eftir annað eyðst og horfið á þenna hátt.
Allar þessar breytingar standa í nánu sambandi við áhrif
sólarinnar á jörðina.

Hitt aflið, sem mestu ræður um sköpulag landa, kemur
innan að úr jörðunni sjálfri. Jörðin er smátt og smátt að
kólna og dragast saman; við þann samdrátt hafa á
jarð-skorpunni myndast ótal fellingar og brestir, sumir hlutar
hennar hafa gengið niður, aðrir upp, sumstaðar hafa stórir
fjallgarðar myndast, sumstaðar hafa flatar landhellur (eins
og t, d. Island) klofnað og sigið. Upp um sprungurnar
gubb-ast hraunleðja við og við, og öskumekkir þeytast í loft upp;
hraunin flóa yfir stór svæði og hlaðast upp i stórar og
þykkar spildur, en sumstaðar myndast á uppvörpunum stór
eldfjöll, þar sem lengi hefir gosið á sama stað, Hin
niður-rifandi og uppbyggjandi öfl togast jafnan á og veitir ýmsum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free