- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
145

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sandar.

145

sambland af ægisandi. árbnrði og skeljabrotum, sem straumar
bafa borið að landi; þesskonar sandur er algengastur i
vik-unum kringum Látrabjarg, en er lika víðar á Vestfjörðum
og annarstaðar. Sumstaðar er skeljasandurinn svo smágjör,
að hann verður að roksandi og fýkur upp i hlíðar, þannig
sjást af sjó gular roksandsskellur upp af Látravik,
Breiðu-vik, Sauðlauksdal og viðar.

Roksandur er algengur á Islandi, hann er með ýmsu
eðli og uppruna. I hvassviðri berst roksandsdust oft langt
yfir landið og stundum á skip langt frá landi; fjarri
rok-sandshéruðum fyllist loftið þá af mógulu mistri, eða menn
sjá mórauða mistursbakka i fjarska, en i
roksandshéruðun-um sjálfum koma oft kolsvartir sandbyljir, sem geta gert
mikið mein; þegar mjög er hvast rífa veðrin upp smámöl
og sand, grjótið strýkst með jörðu, fágar kletta og rifur
sundur grassvörð. Sandbylurinn er dimmastur næst jörðu,
þar eru sandkornin stærst og þéttust, en hið smágjörðara
dust kemst hærra í loft upp, en þó er stundum klár og
heiður himinn fyrir ofan sandmekkina, þó illfært sé hið
neðra fyrir sandroki og grjóthríð. Sandbyljir hafa oft gert
mikinn skaða i bygðum og hafa sumstaðar gjöréytt heilar
sveitir, i Landsveit eyddust margar jarðir af sandroki 1836
og aftur veturinn 1880—81.

Uppruni roksandsins á Islandi er ýmislegur. Aðalefnið
er vanalega mulið móberg, sem sundurleysing efna af
álirif-um lofts og vatns hafa gert að dusti. Þetta móbergsdust
er oftast mórautt á lit og inniheldur öll hin sömu efni eins
og móbergið; oft eru smáir hraunmolar og vikurkorn innan
um. Vk er roksandurinn stundum ný og gömul
eldfjalla-aska, sem eigi hefir náð að festast, og er hún oftast
dökk-grá að lit. Pessi roksandur er almennastur kringum
eld-fjöllin og í hraunum, hann er vanalega þyngri og fýkur
ekki eins langt eins og móbergsdustið; viða eru báðar
þessar tegundir samblandaðar. Sumstaðar þekur leirdust
allstór svæði, einkum nærri jöklum og jökulám, það er
óhreifanlegt meðan það er vott, en þyrlast i loft. upp, þegar
það er þurt, og blandast saraan við annað dust. fá er enn

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free