- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
146

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

Yfirborðsmyndaniv.

til hvítleitt vikurdust á stöku stað, einkum þó suðaustur at’
Öskju, þar mynduðust stórar vikurbreiður við gosið mikla
1875. Ennfremur kemur roksandur sumstaðar úr sjó og er
hann oft blandaður skeljadusti og mjög ljósleitur, hann er
algengur kringum Látrabjarg, sem fyrr var getið, og einnig
sumstaðar utarlega á Reykjanesskaga. þar eru allviða lög
á vixl af roksandi, þangi og vikri; roksandur er ennfremur
mikill i Selvogi og viðar fram með suðurströndu landsins.

Hin stærstu roksandssvæði á ísiandi eru á Norðurlandi
fyrir austan Jökulsá og á Suðurlandi vestur af Vatnajökli.
frá Yeiðivötnum niður á Land og Rangárvelli. 1
Fjalla-sveit er mestalt flatlendi hulið roksandi, sem er myndaður
af sundurleystu móbergi. Roksandsþúfur eru þar á stórum
svæðum, en allar smáar, sjaldan hærri en 6—10 fet,
sum-staðar eru sandfletir með gárum og bylgjum;
roksandsþúf-urnar liafa óreglulega lögun og eru smáar, af þvi vindar
eru óstöðugir og koma úr ýmsum áttum. Sumstaðar
er-iendis, þar sem staðvindar eru, geta roksandshólarnir orðið
afarstórir. Pykt roksandslagsins á Fjöllum er mismunandi,
sumstaðar standa sker og hryggir af hinu fasta bergi upp
úr sandinum, sumstaðar er hann i lautum 20—30 fet á þykt
eða meir. Þar sem lækir renna út í roksandinn eða annar
raki er, myndast flatir, sem springa sundur i marghyrninga
i frostum og þurki, og svo fvkur sandur i sprungurnar. I
þessum héruðum vex mestmegnis melur og smávíðir af ýmsu
tagi, land er þar vel faliið til fjárræktar, en miklir
örðug-leikar á að hafa stórgripi. A Mývatnsöræfum fyrir vestan
Jökulsá er einnig mikið af roksandi, i honum er bæði
mó-bergsdust og eldfjallaaska. Pá er roksandur viða i
Odáða-hrauni og vestan við það i Suðurárbotnum og hjá
Svartár-vatni.

Vestur af Yatnajökli hjá Pórisvatni og Veiðivötnum
eru afarmiklar roksandsbreiður. og eins er mikill roksandur
sunnan Tungnár i Skælingjum og Skaptárfjöllum. Hinir
mjóu dalir milli móbergshryggjanna eru hálffullir af
rok-sandi, sem við hverja vindstroku þeytist áfram gegnum
skörð og skorur og sverfur fjöllin, svo þau hafa ummyndast

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free