- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
151

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Dalmyndanir.

151

Ef halli árinnar af einhverjum orsökum verður meiri.
grefur hún sig niður i clalbotninn, verði hallinn minni,
fyll-ist dalbotninn af árburði, sem áin kvislast yrfir i breytilegum
farvegum. Breyting Hæðarmáls, hækkun eða lækkun sævar
gagnvart landinu, hefir mikil áhrif á dalamyndun og
ár-rensli, hækki landið, grafa árnar sig niður, lækki það, bera
þær undir sig. I flestum hinum stærri dölum á Islandi er
afarmikið lausagrjót á botninum, og hefir áin myndað breiða
malarhjalla úr grjótinu; þessir árhjallar eru algengir um alt
Island, bæði i aðaldölum og smádölum. I stóru dölunum
eru oftast tveir hjallar, við þverárnar eru þeir stundum
miklu fleiri. Lausagrjótið i dölunum er þó ekki nema að
nokkru leyti árburður, mest mun vera forn jöklaruðningur,
sem skriðjöklar isaldar hafa skilið eftir. Landið hefir siðan
um lok isaldar verið að smáhækka, og þvi hefir mikill þorri
dalaánna á Islandi grafið sig gegnum alla möl, sumstaðar
niður i hart berg. Um dalina þvera eru viða berghöft, og
ofan til hækka margir dalir þrep af þrepi, en i öðrum er
jafn aðlíðandi.

Dalir eru á Islandi flestir og mestir i blágrýtisfjöllum,
þeir eru að uppruna mjög gamlir og hafa að öllum likindum
verið til orðnir, i svipuðu formi sem nú, á »pliocene«-tima,
löngu fyrir isöldu, en á isöldu og siðar hafa þeir dýpkað og
breyzt nokkuð. Lengstir eru dalirnir fyrir norðan og
norð-austan: Fljótsdalur 12 milur, Jökuldalur 11 milur,
Bárðar-dalur 14 milur, Fnjóskadalur (með Flatevjardal) 11 mílur,
Eyjafjarðardalur 8 mílur, Hörgárdalur (með Oxnadal) 7 milur,
Skagafjarðardalur 9 milur, Blöndudalur 7 milur o. s. frv,
Flestir eru dalir þessir mjóir, —3/4 úr milu,
Skagafjarðar-dalurinn er þó breiðari. 1 — lx/2 mila, en hann er eiginlega
samsettur af tveim dölum með tveim ám, og hryggur viðast
á milli. Aðrir aðaldalir, sem á Vestfjörðum og Austfjörðum
og annarstaðar ganga upp frá fjörðum og láglendum, eru
allir styttri, sjaldan lengri en 3—4 mílur, vanalega aðeins
1—2 milur. Sprungur og brestir í jarðarskorpunni
hafayfir-leitt haft litil áhrif á myndun dala, þó þeir hafi sumstaðar
ráðið stefnu árfarvega þeirra, sem skapað hafa dalina, svo

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free