- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
153

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skriður.

153

íirði. og þaö lieíir jafnvel borið við. að skriður hafa hlaupið
yfir mjóa firði þvera, þetta kom fyrir i Súgandafirði 1882.
Hór og hvar hafa skriður stiiiað ár og myndað stöðuvötn.
sumstaðar hafa smávötn fylst af skriðu-urðum. I
september-mánuði 1863 féll skriða eða jarðfall 100 faðma breitt frá
brún niður i Skjálfandafljót, milli Geirbjarnarstaða og
Pór-oddsstaða i Kinn, og stíflaði fijótið að nokkru leyti um tima.1)
Sumstaðar sjást i fjallshliðum svo stórar skriður, að þær geta
varla hafa losnað nema i landskjálftum. Þesskonar
kletta-hrun hefir liklega fvrir landnámstið viða orðið i fjarðadölum
við Barðaströnd og Gufudalssveit,2) einnig sumstaðar i
fjall-dölum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Sumstaðar vita
menn um stórskriður, að þær hafa fallið i landskjálftum á
seinni öldum, urðarhrúgurnar miklu vestan við Lómagnúp
mynduðust t. d. i jarðskjálftunum 1784.3) Ollum
landskjálft-um fylgir mikið skriðuhrun. I landskjálftunum nyrðra 1755
varð mikill usli af skriðum og stórklettar klofnuðu úr Drangev
og Ketubjörgum og viðar; 1784 fóllu 14. ágúst 36 skriður úr
vestanverðu Vörðufelli á Skeiðum. 26. ágúst 1896 urðu 13
jarðhlaup og skriðuföll úr vestanverðu Skarðsfjalli og svo
mætti ótal fleiri dæmi til færa.4)

Otal sinnum hefir hlotist mikill skaði og manntjón af
skriðum og snjófióðum á Islandi. og vil eg hér aðeins nefna
fáein dæmi úr ýmsum landshlutum. Um haustið 1390, liinn
11. nóvember, urðu fádæma rigningar og skriðuföll á
Norð-urlandi. í*á féll skriða á bæinn Lönguhlíð i Hörgárdal, svo
hann tók af með kirkjunni, þar andaðist Hrafn* lögmaður
Bótólfsson, kona hans og tvö börn og flest alt heimilisfólk,
alls 16 manns, en lífs fundust tveir piltar í skriðunni
morg-uninn eftir. Þá hlupu skriður nærri um alt land og
ónýtt-ust bæði skógar, engjar, töður og úthagar; þá tók bæinn
Hjallaland í Vatnsdal og létust þar sex menn, þá skemdust

l) Norðanfari II. bls. 88.

’-) Th.: Ferðasaga frá Vestfjörðum (Andvari XIII, 1887).

:i) Þ. Th.: Ferð um Yestur-Skaftafellssýslu (Andvari XIX, 1894,
bls. 139).

*) 1\ Th.: Landskjálftar á Islandi. Kmhöfn 1905.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0167.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free