- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
158

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

158

Dalmyndanir.

Um miðju íslands, i móbergshéruðunum, er dalamynd-

unin alt önnur en i blágrýtinu. Dalirnir eru þar miklu

minna þroskaðir, ef svo mætti að orði kveða, enda miklu

yngri; þeir eru óreglulega lagaðir og oftast litt kvislaðir,

flatvaxnir og grunnir eða þá gljúfurmyndaðir. Þó móbergið

sé miklu mýkra en blágrýtið, hafa árnar ekki getað skorið

sér stóra og breiða farvegi, af þvi timinn hefir verið of

stuttur; flestir móbergsdalir eru líklega orðnir til á isöldu

eða eftir ísöldu. Viða í móbergshéruðum eru milli öldu-

myndaðra hæða margvislega lagaðar lægðir, sem varla má

telja með eiginlegum dölum. Þá eru sumstaðar vatnslaus

niðurföll milli sprungna, oftast mjó og aflöng. Flest fljót i

móbergshéruðunum hafa enn eigi getað grafið sér dali í

hálendið, þau renna niður háslétturnar með jöfnum halla i

breiðum og grunnum farvegum með mörgum kvislum, renna

svo i gljúfrum nokkrum og hávöðum niður á láglendi og

stundum ekki, bera svo undir sig, kvislast þar enn meir
t

og breytast. A Suðurlandsundirlendi hafa stórárnar hvergi
myndað dali nema á takmörkum hálendisins, og sumstaðar
hafa þær á parti grafið sér þröng gljúfur gegnum ása, sem
fyrir þeim verða. f*ar sem grágrýtislög skiftast á við
mó-berg og þussaberg, likjast dalirnir oft allmjög dölum i
blá-grýti, þó þeir séu miklu minni og grynnri; stundum eru
dalir þessir allbreiðir og áin hefir grafið sér gljúfur eftir
dalbotninum endilöngum; þetta sýnir, að tiltölulega snögg
breyting hefir orðið á árrenslum, við hafning landsins eða
af öðrum orsökum hefir fall fljótanna aukist. Arfarvegir á
Suðurlandsundirlendi sýnast hafa orðið fyrir miklum
breyt-ingum eftir isöldu, og hafa þær breytingar liklega helzt
or-sakast af hinum stóru hraunum, sem runnið hafa niður á
láglendið. Einn hinn lengsti dalur i móbergshéruðunum er
Laxárdalur við Mývatn, hann er fjórar milur á lengd, en
aðeins 3—400 fet á dýpt; þar er mikið grágrýti i hliðum
og móberg og hnullungaberg milli laga og ofan á og undir
grágrýtinu. Króksdalur upp af Bárðardal er viðlika langur
og eins myndaður. Mörg vatnsmikil fljót, sem spretta upp
i jöklum á hálendi, renna um flatneskjur af móbergi, grá-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free