- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
160

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160

Dalmyndanir.

menn að fara eftir slíkum fjöllum, verður oft og einatt að
fara eftir efstu vörpum. til þess að komast fyrir giljadrögin,
en margir annmarkar eru á að þræða slíkar leiðir, og hægt
að komast i ógöngur. Pesskonar giljagrafningar eru einnig
mjög algengir i fjallgörðunum á Möðrudals- og Hólsfjöllum,
i Botnssúlum og viðar. Móbergsgljúfur af þessu tagi eru
oftast 50—150 feta djúp, stundum 3—600 fet og sumstaðar
jafnvel 12—1500 fet. Ur slíkum gljúfrum berast hin mestu
kynstur af stórgryti og möl niður i dali og láglendi.

Yiða hafa i móbergshéruðum landræmur sígið milli
sprungna og myndast þá stundum ailangar lægðir,
stund-um hjallar og þrep. Pesskonar landsig liafa orðið í
Odáða-hrauni, á Mývatnsöræfum, við Mývatn, i Axarfirði, við
Lang-jökul, við Pingvallavatn, i Hjöllum nærri Elliðavatni og viðar.
Ar eða lækir sjást nærri aldrei i slikum dældum, þvi þar er
oftast hraun eða móberg undir, svo vatnið hverfur i jörðu.
Landsig hafa þvi sjaldan orðið tilefni til verulegrar
dala-myndunar. Fyrir norðan Skógamannafjöll hefir á
Mývatns-öræfum landræma sigið hjá Kræðuborgum milli Eystri- og
Vestribrekku, og er hún 2 milur á lengd og fjórðungur mílu
á breidd, en gjábarmarnir beggja megin eru þó eigi hærri
en 40—50 fet. Norður af Herðubreiðarfjöllum eru margar
gjár og er hin stærsta 2—3 mílur á lengd með 100—150 feta
háum veggjum beggja megin; þá má i sömu héruðum nefna
Sveinagjá, Fjallagjá o. m. fl. Fyrir neðan Dettifoss rennur
Jökulsá í stórkostlegu gljúfri, sem auðsjáanlega í fyrstu hefir
verið sprunga, gljúfrin eru þrjár milur á lengd og 3—400 fet
á dýpt. Pað er alkunnugt, að milu breið landspilda norður
af f’ingvallavatni hefir sigið. milli Almannagjár og
Hrafna-gjár. Almannagjá er nærri mila á lengd og viðast 100—150
fet á breidd i botni, vestri veggurinn er 100 feta hár, en
hinn eystri 30—50 fet. Hin stærsta sprunga, sem kunnug
er á Islandi, er Eldgjá á Skaftártunguafrétti, hún er 4x/2 mila
á lengd; hún nær frá Mýrdalsjökli norður i Gjátind; við
suður-tögl Skælinga er hún 420 fet á dýpt, en botninn er á sama
stað 470 fet á breidd. Nyrðri Ofæra fellur niður i gjána
kippkorn fyrir neðan Gjátind og eru þar tveir fagrir fossar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free