- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
161

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164 Aðalhálendi íslands.

161

hvor upp af öðrum og er steinbogi yíir hinu neðri. Frá
botni lítur sprunga þessi út einsog þröngur dalur með
bröttum hliðum. fessir fáu sprungudalir á lsiandi hafa
litla þýðingu í samanburði við alla þá hina miklu dali, sem
vatnsrenslið hefir skapað á afarlöngum tima. en
sprung-urnar hafa myndast við mikii eldsumbrot, með jarðskjálftum
og skyndiiegu jarðraski.

4. Aðalhálendi Islands.

Aðalhluti íslands er bunguvaxið háiendi, sem hallar til
norðurs og suðurs. Ef vér hugsum oss línu dregna frá
Hornafirði í Hvammsfjarðarbotn, verður um hana hérumbil
hæsti hryggur iandsins og þaðan veitir vötnum bæði suður
og norður. Inn í þetta hálendi skerast viða dalir, einkum
þó að austan og norðan, og kvíslast úr þvi langar tungur
milli dalanna fram i sjó. Suðvestan um miðjuna er breið
geil inn i hálendið og mjmdast þar allstórt láglendi. Uppi
á þessu hálendi, sem tekur þvínær yfir land alt, eru önnur
minni hálendi bunguvaxin i röð frá austri til vesturs og
breið skörð eða stór hlið milli þeirra, þessi smáhálendi eru
öll úr móbergi, hulin miklum jökulflákum og 4500—6000 fet
á hæð, þau eru 2000 til 3500 fetum hærri en aðalhálendið,
sem þau standa á, en skörðin milli þeirra eru 1800—3000
fet á hæð. Meðalhæð aðalhálendisins mun vera nálægt
2000 fetum, en sumstaðar er það töluvert hærra einkum að
suðaustan kringum Yatnajökul, og svo á hinni breiðu
fjalla-kvísl, sem gengur til norðurs um landið mitt milli
Eyja-fjarðar og Skagafjarðar; yfirleitt er hálendið hærra norðan
jökla en sunnan jökla, þó gengur mikii hálendisspiida til
suðvesturs frá Vatnajökli og hækkar einsog geysimikill
höfði er nær dregur sjó og er þar hulinn miklum
jökul-fiákum; þar er Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Til vesturs
gengur einnig mjög hálendur kafli út undan Langjökli að
Faxaflóa miðjum, en mjög er hann sundurgrafinn, þá ganga
einnig mikil fjaillendi undan austurhorni Vatnajökuls til
norðurs og norðausturs um Austfirði. Sumstaðar er hálendið

11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free