- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
163

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164 Aðalhálendi íslands. 163

■rnenn hafi nokkurt gagn af þessum fjallalöndum til
sauð-beitar. Fyrir ofan 2500 fet, upp að jökulhvörfum, á 3—4000
feta hæð, er alt gróðurlaus öræfi og helber auðn, þar sem
hálendið er hæst t. d. norðan við Vatnajökul fyrir sunnan
Dyngjufjöll má svo heita að hvergi sjáist stingandi strá,
varla mosi á steinum livað þá heldur meira, en norðan
Dyngjufjalla sést jurt og jurt á stangli þar sem roksandur
hefir fokið í holur eða sprungur milli hraunsteina. A
grjót-unum og hraununum fyrir norðan jökla sjást varla aðrar
jurtir heldur en einn og einn geldingahnappur eða pungagras
á stangli og á einstaka stað músareyra; jurtir þessar hafa liér
og hvar getað sprottið í holum milli steina, þar hafa þær
nokkuð skjól fyrir hvassviðrum og kuldum; oftast eru
margir faðmar milli hinna einstöku jurta. Ofursmáir
gróðrarblettir hafa myndast á stöku stað þar sem lækir hafa
borið leir niður úr fjöllum í dældir eða skot; þar hafa smátt
og smátt myndast jarðvegsskorpur af mosum og skófum og
á þeim vex dálítið af geldingalaufi og fáeinar kuldalegar
kornsúrur, sumstaðir er lágvaxinn fjallasmári og lúpuleg
fjandafæla. I slíkum blettum er ofurlitið kropp fyrir eina
og eina kind, hlauphagi fyrir fé á harðri rás; á hinum efstu
öræfum eru slíkir blettir þó mjög fágætir. Hagablettir með
nokkru mýrgresi eru mjög óviða á hinum hæstu hlutum
hálendisins, og þá varla annarsstaðar en þar sem einhver
jarðhiti er. Pessir blettir eru oftast svo litlir, að þar er
aðeins hagi fyrir fáa hesta, og það lélegur, i einn eða tvo
daga. A fiestum slíkum stöðum eru smá kaldavermslis-dý
eða tjarnir og i kringum þær kyrkingslegur gróður og
smá-vaxinn mest af rauðbreyskingi. Pær brokíiár, sem eg hefi
fundið hæstar yiir sjó, iiggja i Vonarskarði norðan til við
Gæsavötn, 2960 fet yfir sævarmáli, aðrir smáir hagablettir
eru vanalega ekki hærra en 2000 til 2400 fetyfir sjó; lengst
inn i landi eru Hvannalindir (2090’), tuttugu mílur frá sjó.
Pað má segja með sönnu að alt hálendið fyrir ofan 2500
fet, eða hérumbil þriðjungur þess, sé hagalaust og þvi nær
gróðurlaust, og getur aldrei orðið að neinum notum fyrir
búskapinn. Hinar örfáu jurtir, sem þar vaxa, eru mjög

11*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free