- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
166

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

Aðalhálendi íslands. 166

frá sjó. Norðan við Yatnajökul er snælínan rúm 4000 fet
yfir sævarfleti, en þar eru lika bæir á hálendinu 14—1700
fet yfir sjó. A tveim stöðum eru samanhangandi bygðir
eða sveitir uppi á hálendinu, Myvatnssveit 1000 fet yfir sjó
og Fjallasveit 13—1500 fet, báðar að norðaustan þar sem
snælinan er hæst, en þó eru bæirnir á Jökuldalsheiði hærri.
16—1700 fet yfir sævarmáli. Mývatnssveit er lang
fjölmenn-ust og gróðrarmest af öllum fjallabygðum á Islandi, enda
liggur hún eigi mjög hátt, hefir hlé af háum fjöllum, sem
vernda bygðina fyrir sandroki og illviðrum ofan af öræfam,
þar eru slægjur töluverðar og viðáttumikil beitarlönd,
enn-fremur veiði i vatninu. Fjallasveit er fullkomin öræfasveit
og bæir mjög strjálir, enda hefir bygð verið þar mjög stopul
og margir bæir legið i eyði um langan tima, Sauðfjárrækt
er hinn eini atvinnuvegur, sem hægt er að stunda, enda
þrifst fé þar vel, en stórgripi er mjög örðugt að halda og
garðávöxtur þrifst þar enginn. Heyskapurinn er mest melur
og viðirlauf, af mýrgresi og túngresi er örlitið. fað er
annars einkennilegt að sjá hvernig þjóðin hefir barist við
náttúruna og reynt að færa bygðir sinar upp á hálendið
en oft orðið að hörfa aftur; engar bygðir á Islandi hafa
verið eins hreyfanlegar og stopular eins og fjallabygðir,
baráttan gegn óbliðu náttúrunnar er þar svo hörð, að ilt
árferði og landfarsóttir hafa jafnan fyrst eytt þá bæi sem
efstir voru. I fornöld meðan lifið var einfaldara og
kröf-urnar fáar voru fjallbýli og öræfabæir fleiri en nú, en aldrei
hafa menn þó komist hærra eða lengra upp á hálendið en
á 19. öld. Margar fjallabygðir, sem eyddust i svartadauða,
liafa eigi bygst aftur, sumar hafa eyðst af eldgosum. A
aðalhálendinu var til forna bygð hjá Kjalvegi suðaustur af
Hvítárvatni, en annars voru flestar eyðibygðir á útjöðrum
hálendisins eða í dalbotnum hinna löngu dala, sumar voru
á söndum nærri jöklum og eldfjöllum.1)

Hæð nokkurra eyðibygða yfir sjó: Langivatnsdalur 6—700’.
Geitland 940’, Pjórsárdalur 4—600’, Kjalvegur 950—1100’, eyðibæir
við Skaftártungu 850—1000’, á Mýrdalssandi 300—500’. Hrafnkelsdal
og Jökuldal 900-1100’ o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free