- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
169

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öræíi og ób\’gðir.

169

íiú jökluni hulið hið efra. Iun af Snæfelli inn undir
Yatna-jökul gengur tvöföld tindaröð (3—4000’) og standa
hnúk-arnir á lágum hálsi, er gengur upp í Yatnajökul milli
Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls; hnúkar þessir eru kallaðir
íjófahnúkar, þeir eru allir hrjóstrugir og gróðurlausir.
Insti hnúkurinn í Pjófahnúkaröðinni heitir Litla Snæfell
(3611’)- Norður af Snæfelli gengur önnur tindaröð úr
móbergi og nær hún, þó hún sé slitin i sundur, allar götur
niður undir efstu brúnir Fljótsdals, eru þar efst
Nálhús-hnúkar og Hafursfell, þá Sauðafell og neðst
Lauga-fell sérstakt. Hálendið vestur af Snæfelli og norður af
Brúarjökli er slétt og mishæðalaust vestur að Kverká og
norður að Jökuldal og Hrafnkelsdal og svo einnig norður og
austur út á Fljótsdalsheiði; öll þessi heiðafiæmi eru þakin
möl og jökulruðningi og 2000 til 2500 fet á hæð, utan til
eru viða mýrar, en innar eru hér líka víða hagasnöp og
allmikið af fjallagrösum og kræðu, svo hreindýr hafa
tölu-vert æti, enda eru hér aðalstöðvar þeirra. Um hásléttu
þessa renna margar jökulkvíslir undan Brúarjökli og i
tung-unum milli ánna eru allviða góðir hagar uppi við jökul, þar
eru Maríutungur milli vestustu kvíslanna af Jökulsá á
Dal, Kringilsárrani milli Jökulsár og Kringilsár og
Por-láksmýrar milli Sauðár og Kringilsár. Hið neðra skerast
dalir hér mjög langt inn i landið, Hrafnkelsdalur, Jökuldalur
og Laugarvalladalur og mun þeirra síðar getið. Norður af
daiakvíslum þessum, fyrir austan Jökulsá á Fjöllum gengur
hálendið smáhallandi alveg norður að sjó, niður að
t’istil-firði og Axarfirði og eru hér alstaðar móbergsmyndanir og
fjallgarðar miklir og skörðóttir. Par eru svðst
Möðrudals-fjallgarðar tveir, langir og háir, og ganga jafnhliða frá
suðri til norðurs, liggja lægri fjallshryggir fram með
aðal-fjallgörðunum með mörgum smátindum; fjallgarðar þessir
eru úr móbergi og gróðurlausir, fastar klappir sjást óviða,
hraunmolar eru víðast ofan á, úrgangsrusl úr móberginu.
Milli fjallgarðanna er Geitasandur, raarliöt slétta þakin
eintómum blágrýtishnullungum; sandur þessi skilur
fja.ll-garðana suður og norður úr. Austur af fjallgörðum þessum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free