- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
171

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öræíi og ób\’gðir. 171

f

fellsheiði, þar eru Heljarfjöll og Alftadyngjufjö 11, en

austasta kvislin heitir H v a nn s t a ð a f j ö 11 og er i gegnum

þau hlið, sem kallað er Hólsmynni, og heita Múlar þar fvrir

sunnan. Búrfellsheiði (800—1400’) er hallandinn niður

að Pistillirði og renna margar ár jafnhliða niður eftir henni.

flytja þær allar mikið vatn til sævar þvi aðdragandinn er

langur. Búrfellsheiði er mikið landflæmi, ölclumyndað land

með lágum hálsum og grunnum dölum, þar er fagurt land

og sveitarlegt, alt vafið i grasi, hálsarnir vaxnir laufgróðri

og ágæt beit fyrir fé, en í dældunum nógar engjar. Mjög

óviða sést í fastberg; yfirborðið er alt þakið ísaldarrusli og

jökulöldum. Bygð var áður mikil i heiðinni, margir bæir

og þóttu góðar jarðir, en þær lögðust flestar i eyði vegna

Amerikuferða. Austur af Dimmafjallgarði og Haugsöræfum

eru hálendar heiðar niður undir dali með öldum og melum

en einstök fjöll og hálsar hór og hvar, þar eru Hrút af j öll,

Sandhnúkar og Mælifell og lengra til norðausturs Há-

gangur syðri og nyrðri (2945’) á hálendistungu þeirri sem

gengur fram sunnan við Langanesstrandir, en á fjallskaga

þeim, sem gengur út frá Jökuldalsheiði milli Vopnafjarðar

og Jökuldals er Smjörf j all (3860’), há og mikil fjallsbunga.
t

I halendistungum þessum er blágrýti með litlum
liparít-blettum á stöku stað.

Norður af Hólsmynni eru Hvannstaðafjöll, sem fjTr var
getið, það eru móbergsfjöll mjög sundurgrafin af skörðum
og gljúfrum, 17—1800 fet á liæð, en uppi á þeim eru hærri
hnúkar. sem kallaðir eru Gagndagahnúkar. Austur af
Hvann-staðafjöllum er einstakt fjall, sem heitir Búrfell, sem
Búr-fellsheiði tekur nafn af, i kringum það og norður af þvi eru
heiðalönd með mörgum smávötnum, blautum flóum og
holta-hryggjum á milli. Fyrir norðan þetta flatlendi eru hálsar
og á þeim tverf ell, og skilja þeir Búrfellsheiði frá
Axar-fjarðarheiði. Austur af Búrfelli er Svalbarðshnúkur
(2241’) og norður af honum er breiður hálsarani, sem gengur
að Ormalóni austan á Melrakkasljettu. og eins eru
móbergs-fjöll og hálsar vestan á Sljettu og mun þeim siðar verða lyst.
Vestan við fjallgarða þá, sem vér höfum talið, vestur að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free