- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
176

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

Aðalhálendi íslands. 176

milli jökla, því hann fór gegnum það 4. ágúst 1839.
Sunn-anmegin i Vonarskarði eru leirhvammar og flákar, það eru
Köldukvíslarbotnar, en vestanmegin í skarðinu eru
ein-tómir hólar1), liklega fornar jökulöldur, en um miðjuna er
bunguvaxinn sandur og deilir þar vötnum; þar heitir
Tindafell í skarðinu að vestanverðu. Norðan við skarðið
ganga hálsar úr Tungnafellsjökli fram með Skjálfandafljóti,
en hinumegin ganga hjallar eldbrunnir útundan Vatnajökli
en upp af þeim eru jökulbungur afarháar. E,étt norður af
miðju Vonarskarði dragast hjallar þessir mjög til austurs
svo skarðið verður þar mjög breitt og myndast í því allstórt
undirlendi, er liægt og hægt hallast niður að aðalhálendinu
og verður einsog krókur úr því inn á milli jöklanna. Niður
af hjöllum þessum hafa runnið margir hraunfossar og mjög
er landið umturnað af jarðeldum og skriðjöklum. Par eru
tjarnir norðan og austan til, sem heita Gæsavötn (2961’)
og upp af þeim Gæsahnúkur (3589’)- Við Gæsavötn er
gróður dálítill fram með dýum og jarðhiti svolitill í sumum
uppsprettulindunum, nokkru sunnar eru dálitlar haga- og
mosateygjur, sem kallaðar eru B-j úpnabrekkur.
Hraun-kvisl og Rjúpnakvísl og nokkrar ár aðrar renna um
undir-lendið í Jökulkróknum niður í Skjálfandafljót.

Frá móbergshjöllunum við Gæsavötn gengur Dyngj
u-liáls til suðausturs í Trölladyngju; vesturbrúnin á hálsi
þessum er brött, en hann hallast til austurs, hálsinn er nærri
4000 feta hár yfir sævarmál, þar sem hann kemur útundan
jöklinum og allur er hann eldbrunninn og þakinn hraunum,
nema hvað clrög af móbergsfellum sumstaðar standa uppúr
eldstorkunni. Dyngjuháls er svo sem byrjun á hæðadragi
því, sem gengur um Odáðahraun þvert til norðausturs og
hallast landið frá þessum mænirás á báða vegu. Fyrir
austan Dyngjuháls gengur móbergshöfði út undan jöklinum,
sem er kallaður Kistufell, það mun vera um 4800 fet á
hæð. Björn Gunnlaugsson sá reyki þar inn af á jöklinum

’) Sigurður Gunnarsson: Vatnajökulsvegur (fjóðólfur IV.
1852 bls. 362-363.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free