- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
177

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Oræfi og óbygðir.

f

1838 og kallaði það fyrst Reykjarfell. Utnorður af Kistufelli
er breið grágrýtisbunga sem heitir Urðarháls og
norð-austur þaðan nokkur smáfell úr móbergi Milli Kistufells
og Kverkfjalla er mikill siakbi í aðaljökuiinn og þar fellur
Dyngjujökull niður á sandana. A vesturbrún Dyngjuháls
hefir hlaðist upp af eldgosum afarmikil hraunbunga sem
kölluð er Trölladyngja (4752’), hún rís rúm 2000 fet upp
af hálendi því, sem hún stendur á, en er nærri 2 milur að
þvermáli. Hér og hvar standa móbergskambar og smánýpur
upp úr hraununum utan við rætur Tröliadyngju; þessi
af-löngu fell eru flest milli Kistufells og Trölladjaigju og ganga
jafnhliða í röðum norðaustur að Dyngjufjöllum. Prihyrningur
er langstærstur af fellunum við Trölladyngju og stefnir
norður jafnhliða Dyngjufjöllum ytri. það er allbreitt
fjallendi um 30—3500 feta hátt, ennþá mjög lítt kunnugt,
vestur af hinum eiginlegu Dyngjufjöilum og er dalskora á
milli. Norður úr Trölladyngju hefir runnið afarmikið
hraun-flóð alla leið niður i Bárðardal og er það kailað
Fram-bruni og liggja útúr þvi hrauni kvislar niður með þverám
þeim, sem renna i Skjálfandafljót. Milli hraunkvísianna eru
viðáttumiklar grágrýtisurðir, ná þær milli hrauns og fljóts
frá Yonarskarði niður í bygð og kalla leitamenn það
»Grjótin«; yfirborðið er alt þakið eggjagrjóti og liellum,
sem frostið hefir sprengt í sundur, sumstaðar eru melar og
holt og isborin björg á stangli. Alstaðar eru hér vindrákir
á klettunum, óregluleg för og geilar, sem grjótkastið hefir
m}Tndað í ofsarokum, sem mjög eru hór algeng á suðvestan.
Oræfi þessi mega að mestu heita gróðurlaus, þó kindasnöp
séu þar sumstaðar; stöku hagabiettir eru þó hér á þessu
svæði, helzt þar sem jarðhiti er, t. d. við Hitalaug (2142’)
og Marteinsflæð u (2371’), þá eru og hagar ofan til við
Hrauná og heitir þar Jökuldælaflæða. Landslag er á
þessum öræfum ljótt og þvinær engin tilbreyting. Dalur
sá, sem Skjálfandafljót rennur um. skilur Grjótin frá
Sprengi-sandi og Yatnahjalla-öræfum, þar hefir áður verið frjótt
lancl langt upp eftir dalnum, en er nú alt i flagi og
upp-blásið og er það eingöngu mönnum að kenna, sem rifu allan

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free