- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
179

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öræfi og ób^’gðir.

179

breyzt og kubbast sundur af eldsumbrotum og jarðskjálftum;
miðhluti fjallanna hefir sokkið og Askja orðið til einsog
grunn skál í fjöllunum miðjum. Dyngjufjöll eru að
meðal-tali 4500 fet á hæð og lykja um Oskju á alla vegu; þó
dalur þessi sé stór og hrikalegur 1 sjálfura sér, þá er hann
aðeins grunn hvilft, þegar d}?pt hans er borin saman við
hæð og stærð fjallanna. Askja1), sem er meira en ferhyrnd
mila á stærð, er í raun réttri ógurlega stór eldgígur,
nokk-urskonar miðdepill allra eldsumbrota á Islandi; op Oskju
snyr beint austur og hafa stórkostleg hraun runnið þar niður;
botn dals þessa liggur 3200 til 3600 fet yfir sjó og kringum
hann allan er hamragirðing 600—1000 feta liá. Hálendi það
og hraunkambar, sem tengja saman Trölladyngju og
Dyngjufjöll, liggja svo hátt, að suðvesturbrún
Dyngju-fjalla sjnist eigi há frá Trölladyngju, en að suðaustan
rísa fjöllin upp frá söndunum geysihátt, þó eru þar
yms felladrög fram með aðalfjallgarðinum og spretta þar
upp lækir þeir er falla suður i Dyngjuvatn. Suðvestur úr
Öskju er lítið op, og hafa um það fallið hraunkvíslir suður
á hálsana, er ganga frá fjöllunum að Trölladyngju.
Suð-austurrönd Dyngjufjalla upp af Oskju er þunn, en þar rísa
háir tindar á brúnunum. Norðanvið Oskju munu
Dyngju-fjöll vera einna breiðust og er þar sumstaðar jökull og fannir
í hvilftunum, en neðst er þar i fjöllunum breiður hjalli og
á honum hnúkar og hryggir upp að aðalfjöllunum, sprungur
margar og hraunfossar. Hjallar þessir eru um 800 fetum
hærri en hraunsléttan fyrir neðan. Upp frá hraunsléttunni
fyrir norðan er hvilft upp ígegnum hjallana og upp af henni
Jónsskarð (4153’) upp i Öskju; standa Vegahnúkar á
hjöllunum áður en kemur upp i skarðið. Austur úr
norður-brún Dyngjufjalla gengur hálsarani stuttur, kallaður
Öskju-háls, 2900—3000 fet á hæð, norðanvert við austuropið á
Öskju, fremstu fellin á hálsi þessnm eru hæst og sjást langt
að norðan. Frá norðausturhorni Dyngjufjalla ganga raðir
af fellum og eldgigum norðaustur í Kollóttu Dyngju, hafa
hraun hlaðizt þar mjög hvert á annað ofan, svo hæð
Oskju mun síðar nánar lýst í eldfjallakaflanum.

12*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free