- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
187

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öræíi og ób\’gðir.

187

(2244’), þar eru tjarnir og mýrar og i nivrunum stórar þúfur;
stör og fifa vex kringum tjarnirnar og milli þúfna, en
lauf-gróður er uppi á þeim. Við Laugalæk (2301’) norður af
Laugahnúk er einnig dálitill gróður enda er þar nokkur
jarðhiti (laug með 43° hita) Tvær milur vestur af
Eystri-Pollum eru Orravatnarústir (2324’) þar er
allviðáttu-mikið graslendi, margar smátjarnir, vötn og siki, stórgerðar
þúfnarústir og annars vanalegur fjallmyragróður. A þessu
svæði eru Syðri- eða Yestri-Pollar, þar var áningastaður
þeirra, sem fyrrum fóru Vatnahjallaveg. Annars eru
gróðrar-laus öræfi alt i kring um þessa litlu mvrabletti bæði til
aust-urs og vesturs. A leið til Skagafjarðar frá Pollum niður
að Blöndu og Svartá eru óslétt öræfi, tilbreytingalaus og
±11 yfirferðar; þar eru eintómir hryggir, kúpur og öldur með
óteljandi dældiun og kvosum, þurrar vatnsrásir hér og hvar
með urðum, sem f\*llast i leysingum á vorin og vatnspollar
á stangli. Alstaðar er gróðrarlaus auðn svo langt sem augað
eygir, pungagrös sjást á stangli en ekkert dyr og enginn
fugl. Isnúið grágryti mun viðast vera undir og kemur viða
fram, en isaldarruðningurinn, sem ofan á liggur, eykst eftir
þvi sem vestar dregur. Um þessi öræfi lá fyrrum vegur til
Suðurlands, Eyfirðingavegur eða Vatnahjallavegur sem
fyr var getið. Vegur þessi lá upp frá Tjörnum, insta bæ i
Eyjafirði, upp bratta hlið sunnan við Hafrárgil, fram hjá
Hákarlstorfu upp á brúnir, um Vatnahjalla og Polla vestur
á Kjalveg. Penna fjallveg fóru Evfirðingar oft til forna er
þeir sóttu skreið suður að Faxaflóa, en lestaferðir þessar
lögðust niður fyrir miðja 19. öld, þegar betur fór að fiskast
nyrðra, enda voru þær jafnan langar og örðugar.

Milli Arnarfellsjökuls og Langjökuls er tveggja milna
bil og liggur þar vegur yfir hálendið, sem var þjóðvegur
til forna, og er kallaður Kjalvegur eða Kjölur, hæð
há-lendisins er á þessu bili 2000 til 2600 l’et. Af Kili veitir
vötmmi norður og suður, norður til Blöndu og suður til
Hvítárvatns og Hvítár. Alt miðbik Kjalar er þakið hrauni,
sem kallað er Kjalhraun, og hefir það komið úr stórum
gíg. þar sem kallaðar eru Strvtur (2779’); norðan og vestan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free