- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
188

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

Aðalhálendi íslands. 188

við hrannið eru hverir miklir, þar heitir á Hveravöllum
(2097’); uppúr hrauninu miðju standa tvö fell allstór,
Dúfu-fell fyrir norðan Strvtur og Kjalfell fyrir sunnan. Að
vestanverðu ganga út undan Langjökli undirhlíðar, allmiklir
hálsar og fell, þar heita Tjarnadalir, Pjófafell og
Pjófadalir við upptök Fúlukvislar, og myndast þar
jökul-krókur bak við Hrútafell, það er stórt og bratt fjall, þakið
jökli með skriðjöklum i hliðuniun, milli þess og
aðaljökuls-ins er djúpur slakki. Suður af Hrútafelli niður undir
Hvitárvatn eru grágrýtishraun og nokkur smáfell úr
mó-bergi, þar er Baldheiði og Href nubúðir.1) Um Kjalveg
fara menn nú annaðhvort upp úr Biskupstungum eða
Hruna-mannahrepp, en til forna var hann tiðfarinn frá Pingvöllimi,
var þá farið fyrir sunnan Skjaldbreið og Hlöðufell um
Hellisskarð og til landnorðurs fyrir norða-n bygð i Tungrnn
til vesturencla Bláfjalls, og kom þá á aðalveginn, sem nú
er. Skamt frá Hvitárvatni er Skagfirðingavað á Hvitá, og
er þaðan farið i Skúta, Svartárbuga og Gránunes, þar skift-

r

ast Kjalvegur og Eyfirðingavegur. Ur Gránunesi er farið
austan við Kjalfell og Dúfufell og svo yfir Blöndu. Upp á
Kjölnum er Grettishellir, stutt fyrir austan veginn, stór
hellir tvidyraður. Frá Blöndu er farið niður á Sandveg og
svo niður að Mælifelli. Yestanmegin var lika farið yfir
Kjalveg um Pjófadali og Hveravelli og niður með Blöndu,
niður i Blöndudal. I Landnámu eru töluverðar frásagnir
um það, hvernig Kjalvegur fanst, og á Sturlungaöld var
Kjölur tiðfarinn, þá er oft getið mn Hvinverjadali eða
Yinverjadali og er ekki vist hvar þeir hafa- verið.2) Eftir
að Reynistaðabræður urðu úti á Kjalvegi 1780 lögðust mjög
af ferðir um fjallið, og ekki er hann tiðfarinn enn, þó er
þar alstaðar greiðfært og þvinær alstaðar gras og hagar.

’) Héruðum þessum er nánar lýst í ferðasögu minni 1888 í
And-vara 15. árg. bls. 79—114. Sigurður Pálsson: Lýsing á Kjalvegi í
Þjóðólfi 36. árg. 1884 bls. 165-166 og í Suðra IV, 1886 bls. 102-103.
D. Bruun: Tværs over Kölen fi-a Söderkrog til Reykjavík.
Kjíiben-havn 1899. W. Bisiker: Across Iceland. London 1902. Par er nýtt
kort af miðhluta Kjalvegs.

2) Um sögu Kialvegs í Andvara XV, bls. 111—114.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free