- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
193

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Obygðir og afréttir.

193

Hvalfirði (14. mynd. bls. 84), háir tindar. sem sjást langt
að, suður og austur af þeim er Armannsfell (2234’).
Austur af þessari fjallaröð smáhallar hálendinu frá jökli
niður að fingvallavatni og myndast þar breiður dalur eða
geil. sem er þakin hraunum að miklu leyti, sem sumpart
hafa runnið úr Skjaldbreið, sumpart úr gigaröðum austur
við Tindaskaga. Austan við opið á Kaldadal eru
sundur-grafin og einkennileg fell, sem heita Hrúð urkarlar, og
suður af þeim er hin forna elddyngja Skjaldbreið (3389’),
afarmikil hraunbunga, sem nafnið bendir á; austur af henni
er hátt og mikið fjall með þverhnýptum móbergshömrum
alt i kring, það er Hlöðufell (3707’), og er jökull nokkur
uppi á þvi. Norður af Hlöðufelli eru Lambahlíðar, en
suður af þvi eru Hlöðuvellir (1590’), allstórt en snögt
graslendi. Niður af Hlöðuvöllum gengur langur og
sundur-skorinn fjallgarður til suðvesturs niðiu- að bygð;
eruifjöll-um þessum mörg örnefni og margar tindaraðir, vestan til
er Tindaskagi og Hrafnabjörg þar suður af, i eystri
röð er fjallið Skriða uppi við Hlöðuvelli, þá
Klukku-tindar og Kálfstindar (2700’), en i austustu röðinni eru
Högnhöfði (3136’), Rauðafell og Pórólfsfell. Af
Hlöðuvöllum gengur Hellisskarð (1492’) gegnum fjöll
þessi niður i Uthliðarhraun, sem runnið’ hefir um dal niður
af hálendinu, en Bjarnarfell (2085’) er hinumegin við
dalinn. Austar hallar hálendinu hægt og hægt frá jöklum
niður undir Biskupstungur niður að Haukadal og Geysi.
Utan i röndinni á Bláfellsjökli er Hagafell og hafa
skrið-jöklar klofist um það fell, en fyrir neðan það er Hagavatn;
austar i jökulröndinni eru Jarlhettur (3395’) röð af
hvöss-um tindum. fá er viðáttumikið fjall á afréttinum fyrir
sunnan Hvítárvatn, sem heitir Bláfell (3771’), og frá þvi
gengur Bláfellsháls upp i jökul, á honum er
Geldinga-fell. Fyrir austan Hvitá eru heiðalönd mikil og afréttir
alt austur undir Fjórsá, upp af Hreppum norður i
Hofs-jökul; jaðarinn á hálendisspildu þessari er allur
sundtu’-klofinn hið neðra i dali, fell og fjöll, en hið efra eru
víð-áttumiklar hásléttur með öldumynduðu yfirborði, fjöll eru

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0207.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free