- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
197

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

r

Obygðir og aí’réttir.

197

fram með Köldukvísl er allgott hagapláss, sem heitir
Póris-tungur. Við Veiðivötn eru eldgigir margir og stórir.
hraun og gjallsandar og smá móbergsfell hér og hvar; hjá
Tjaldvatni, við Breiðuvötn, Skálavatn og á Kvislum eru
hagar og mýrgresi nokkuð, en i kringum Veiðivötnin eru
annars viðast gróðrarlaus öræfi. Fram með Tungná liggur
Tungnárfjallgarður, tindóttur og skörðóttur, alla leið
frá Vatnajökli suðvestur að króknum á Tungná norður af
Torfajökli. Öræfasvæði þetta er á fiatlendi, nyrzt við jökla,
2000 til 2500 fet á hæð yfir sjó og smálækkar suður og
suðvestur. Tungnárbotnar eru 2142 fet yfir sjó, Þórisvatn 1884’,
Tjaldvatn 1874’, Tungná við Námskvísl 1814’, Tungná við
Þóristungur 1466’.

Þórarinn Þorláksson.
32. mynd. Loðranndur.

Austan við Tungná ganga margir mjóir og skörðóttir
fjallgarðar út undan Vatnajökli og tengja hálendi það, sem
sá jökull hvilir á, við hálendiskaflann undir Mýrdalsjökli.
Torfajökli og Tinclfjallajökli; þessi hálendistunga, sem lengst
gengur til suðvesturs út úr aðalhálendinu, er mjög há, 5500
fet þar sem hún er hæst, en fjalllendi þetta er æðimikið
sundurgrafið af vötnum og dölum, sem kvislast þaðan i
allar áttir. Heiðalöndin fyrir sunnan Tungná suður undir
Torfajökul eru einu nafni kölluð Landmannaafréttur, og
renna um hann tvær ár, Námskvisl og Helliskvisl norður i
Tungná. Landslagi er þar svo háttað, að þar er fjöldi af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0211.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free