- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
202

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

•202

Landslag við Faxatióa.

heitir Súlutindar (2438’), og niður með hinni þverbröttu
austurhlíð þeirra hefir Skeiðarárjökull fallið niður á
sandana.

5. Landslag við Faxaflóa og Breiðafjörð.

Vestur úr aðalhálendi íslands ganga tvær langar kvislir
beggja megin við Faxafióa, önnur út á Reykjanes, hin út
á Snæfellsnes; milli þeirra ganga fram ýmsar minni
há-iendistungur og tangar fram á milli dala þeirra, er hverfa
frá Faxafióa upp i hálendið. Báðir eru fjallgarðar þessir
eldbrunnir, einkum hinn syðri, en annars eru þeir nokkuð
ólikir að sköpulagi, Reykjanesfjallgarðurinu er breiður og
flatur að ofan, Snæfellsnesfjailgarður er lengri, viðast mjórri
og miklu hærri með tindum, fellum og eggjum hið efra, en
múlum og kvislum að norðan, ennfremur er þar stór
eld-fjallsstrýta fremst á nesinu, sem gnæfir yfir öll nálæg fjöll;
fjallgarður þessi er 16 milur á lengd, ef hann er talinn frá
Bröttubrekku, 11 —12 frá Bauðamelsheiði, en hálf til
hálf-önnur mila á breidd. B-eykjanesfjallgarður talinn frá Sogi
út fyrir Grindavikurfjöll er 10 milna langur og ein til tvær
milur á breidd. Sjálft nesið er ekki nema 5—6 milur á
lengd frá Krisuvik, eftir því hvort mælt er út á vita eða
Garðskaga. Snæfellsnes er frá mynninu á Haffjarðará til
Skógarstrandar 4 milur á breidd en 11 2 mila þar sem það
er mjóst milli Breiðuvikur og Fróðár. Reykjanesskagi er
um krisuvík 31 2 mila á breidd, en yzta röndin frá vita til
Garðskaga 41 2 mila; mjóstur er hann milli Yoga og
Grinda-vikur 2 milur.

Reykjanes. Skagi þessi hefir i raun réttri, ekki fremur
en margir aðrir útskagar á Islandi, sérstakt nafn, það er
yzti oddinn sem heitir Reykjanes, en nú er það orðið algengt
i bókum að kalla allan skagann þvi nafni og virðist ekkert
vera þvi til fyrirstöðu A nesi þessu hafa i fyrndinni orðið
afarmikil eldsumbrot, svo þar er nærri alt land hulið
hraun-um. Hálendistunga sú, sem gengur út á skagann nær ekki
yfir nesið alt, láglendis-ræmur eru þar bæði að sunnan og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free