- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
205

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Reykjanes. 205

fyrir sunnan; norðan í Skálafelli eru brennisteinshverir, þar
heita Hverahliðar (1211’)• Fyrir vestan Skálafell liggur
annar vegur yfir fjallgarðinn og er kallaður Lágaskarð
(861’), af þvi þar er alldjúp dalskora yfir heiðina þvera.
Yestan við Lágaskarð hækkar fjailgarðurinn aftur, þar er
við norðurbrúnina Vifilsfell (2079’) sem gengur einsog
höfði útúr fjöllunum, þar er vegur yfir Olafsskarð (1288’).
Uppi á fjallgarðinum eru hér eintómar hraunfiatneskjur,
sem hallast suður, en einstök móbergsfell standa uppúr
hraunum, einsog t. d. Meitill og Geitafell (1620’), sjálf
er hásléttan á þessu svæði 900—1400 fet yfir sjó, og
tak-markast af lágum hliðarbrúnum að sunnan, og þar standa
undir hinir svokölluðu Hliðarbæir i Olfusi. A norðurrönd
hálendisins eru vestur af Vifilsfelli Bláfjöll (um 2200’) úr
grágrýti, og þar suður af hraunbunga mikil, sem heitir
Heiðin há (2030’)? nokkru vestar liggur
Grindaskarða-vegur (1638’) yfir fjöliin niður i Selvog, en þar fyrir utan
tekur við að norðan brött fjallshlið, sem heitirLangahlið
(1925’), uppi á þessari hlíð liggur frá norðaustri til
suðvest-urs eldbrunninn fjallshryggur með ótal gigum, sem kallaður
er Brennisteinsfjöll. A þessu svæði hallar hálendinu
lika suður, hérumbil frá 1800 fetum til 800 feta, að sunnan
eru brattar grágrýtishliðar upp af Selvogi og Herdisarvik,
og hafa hraunfossar fallið þar niður af hömrunum. Austur
af Selvogi i suður frá Heiðinni há er hraunbunga á
lág-lendinu, sem heitir Selvogsheiði (580’). Yzta hornið á
hálendinu fyrir utan Herdisarvik heitir Geitahlið, þar er
stór gigahrúga fyrir neðan.

Við Lönguhlið skerst hálendið i sundur af djúpum dal
hjá Kleifavatni og Krisuvik, en vestan við þá lægð er
Sveifluháls, skörðóttur móbergsfjallgarður, sem gengur
frá suðvestri til norðausturs, þar eru jarðhitar miklir og
brennisteinsnámur nærri Krisuvik, en ekki er sjáanlegt að
hraun hafi runnið úr þessum hálsi. Par er
Miðdags-hnúkur (1247’) vestur af Kleifavatni. Norðaustur af
Sveifiu-hálsi liggja móbergshjallar með ásum og hnúskum norður
undir K a 1 d á, eru þar kallaðar U n d i r h 1 i ð a r og þar sem þeim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free