- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
210

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

•210

Landslag við Faxatióa.

Fjöll fyrir botni Faxaflóa. Norður af þeim héruðum.
er síðast gátum vér, hverfa fram úr hálendinu ymsar tungur,
hálsar og fjallamúrar, hver núpurinn af öðrum kringum allan
botn Faxaflóa alt norður að Snæfellsnesfjallgarði, og er
þessi jaðar hálendisins allur sundurskorinn af dölum, sem
ganga upp frá láglendunum. Syðsta fjallið og eitt hið
stór-vaxnasta er Esjan (um 3000 fet) milli Mosfellssveitar og
Kjósar, það fjall er flatt að ofan, en brattar hamrahlíðar á
alla vegu með þverhnýptum núpum og öxlum Svinaskarð
(1520’) skilur Esju frá hálendinu, og vestan við það á
aust-urenda Esjunnar eru ljósleitir tindar, sem heita Mós
karðs-hnúkar (2617’); ýmsir hlutar Esjuhálendisins hafa sérstök
nöfn t. d. Kistufell að sunnan upp af Kollafirði, Lokufjall
að norðvestan o. fl.; dalir ganga og upp i Esjuna einkum
að norðan frá bygð þeirri, sem heitir Kjós, það er djúp
hvilft niðiir á milli fjalla, og dalir suður úr, upp af
Kjós-inni er lægð yfir fjöllin hjá Stifiisdal, sem fyr var getið
Norðan við Kjósina gengur fram langur fjallshryggur.
Eeynivallaháls (873’), og uppi á honum er Sandfell
við þjóðveginn, einkennileg móbergsstrýta ofan á blágrýtinu
Niður að botninum á Hvalfirði ganga tveir þverbrattir
fjallsnúpar, Múlafjall og Pyrill, og tveir dalir, Bryn
ju-dalur sunnan við Múlafjall, Botnsdalur að norðan, þaðan
liggur Botnsheiði (1200’) og Sildarmannagötur yfir í
Skorradal. Ut af Pyrli er Pya’ilsnes, hár klettatangi og
Geirshólmi i flrðinum fyrir utan. Ut frá
Botnsheiðar-fjöllum gengur hálsahrvggur norðan fram með Hvalfirði, og
er Miðfellsmúli á endanum, yfir fjallshrygg þenna er
vegur um Ferstikluháls (577’) yfir i Svinadal, og þaðan
aftur vegur yfir Draga (775’) niður i Skorradal. I Svina
dal eru þrjú vötn og rennur Laxá þaðan niður i
Leirár-voga. Suður af Miðfellsmúla er undirlendi með smávötnum,
og þar fyrir utan einstakt fjall allstórt, sem heitir.
Akra-fjall (1160’), og Akranes fram af þvi. Milli Svinadals og
Skorradals gengur aftur mjór rani útúr hálendinu, en fyrir
utan Draga hækkar hann snögglega, og verður að allmiklu
fjalllendi, sem heitir Skarðsheiði syðri, nokkur hluti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free