- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
219

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestfirðir.

* 219

hálendið frá aðalháleiidiim; um Svinadal liggur vegur niður
i Saurbæ og er hæð vatnaskils á leiðiimi 637 fet yfir sjó.
Klofningshálendið er sérstuk fjalllendis-tunga, sem margir
dalir ganga upp í, en skera hana þó hvergi sundur; dalirnir
kvislast yfirleitt út frá hæstu bungunni og þar er
Skegg-öxl (um 2800’) og Hafratindur (2940’), en yzti múlinn
heitir Klofningur (1598’). Smrnan á nesinu heita [-b}’gð-irnar-] {+b}’gð-
irnar+} Hvammssveit og Fellsströnd, þar er fram með sjó
breiður hjalli útundan aðalhálendinu um 300 fet á hæð, og
á honum holt og myrasund, á hjallanum er bæjaröð, en
önnur hið neðra við sjóinn. Ivipp fyrir innan Staðarfell
gengur dalkvos niður gegnum berghjallann að sjó, en hjallinn
tekur sig upp aftur og helzt út fyrir Ytrafell; þar gengur
niður Galtardalur, en Flekkudalur er upp af
Staðar-felli. Siðan gengur undirlendi út undan fjöllunum og
myndar allstórt nes, sem Dagverðarnes stendur á, þar eru
eintómar hamraborgir og mýrasund og landslag alveg hið
sama einsog á eyjunum fyrir framan. Norður af Klofningi
er hamrahlið inn að Skarði; fyrir utan Skarð gengur fram
múli lægri en aðalfjöllin einsog hyrna, og dalir beggja
megin Austur af Skarði ganga Búðardalur og
Fagri-dalur inn i fjöllin, sem eru hér upp af mjög há, en þar
fyrir innan er Tjaldaneshlið og vegur neðan í henni inn
i Saurbæ. I Saurbæ er breitt undirlendi, þar er dalir
mætast, grösugt mjög og fjölbygt; upp úr undirlendinu
ganga dalir og múlar á milli. Paðan liggur vegur inn
Svínadal suður i Hvammssveit, sem fyr var getið. Inn i
hliðar þær, sem ganga frá Saurbæ að Gilsfjarðarbotni, skerst
Olafsdalur, [)að er djúp dalhvilft lukt háum fjöllum.

6. Vestfirðir.

Island er nærri klipið i sundur á einum stað, þar sem
Gilsfjörður og Bitrufjörður skerast inn úr Breiðafirði og
Húnaflóa Vestfirðir mega heita sérstakt land, og hafa þó
hið sama eðli og sömu jarðmyndun einsog aðrir hlutar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0233.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free