- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
221

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestfirðir.

* 221

mikið lægra en á aðaliiálendi íslands, 1000—1500 fetum
neðar og þessvegna eru háheiðar hér vestra engu
gróðrar-meiri en hin hæstu öræfi við meginjöklana; mestur er
gróð-urinn á þeim heiðiun, sem vita mót suðri upp af
Breiða-hrði. en minstur á nyrzta og norðaustasta kjálkanum, enda
er hálendið þar oft um hásumar að miklu leyti midir fönnum.
Syðri hluti háleiidisins upp af Barðastrandarsýslu er nærri
mishæðalaus norður undir ísafjörð og Dýrafjörð. en Grláma
hvilir eins og fannskjöldur ,á efstu hálendisbungunni, þar á
heiðunum sjást litlar grófir og lægðir með sköfium hér og
hvar; dalverpi eru hvergi fyr en fer að draga niður að
fjörðunum. þar verða fláir dalabotnar og hryggir á milli,
sem ganga út á nesin. Hið langhæsta af þessum
fjalla-drögum eru fjöllin norðaustur af Kollafirði. sem kölluð eru
Reiðbólsfjöll, þau virðast vera nærri 30(J0 fet á hæð,
þau eru áframhald af Gufudalshálsi. Blágrýtislögin hallast
á þessu svæði niður að Breiðafirði, og verður landshallinn þeim
samfara, en aftur er þverhnýpt niður að Arnarfirði; þar eru
Hornatær eiima hæst fjöll. Yfir þenna hluta hálendisins liggja
ýmsir vegir, flestir þó slæmir og slitróttir, þar liggja
Þorska-fjarðarheiði og Kollafjarðarheiði niður að Isafirði og
Skálmardalsheiði úr Skálmarfirði niður i botn Isafjarðar.
Fyrir ofan nokkra firði i Barðarstrandarsýslu liggur
Þing-mannaheiði og yfir Glámu norðan til liggur vegur, sem
heitir Glámuvegur, hann fara menn stundum úr Arnarfirði
og Dýrafirði austur að fjörðunum, sem skerast inn úr
Djúp-inu. Sá hluti hálendisins, sem liggur austur af
Isafjarðar-djúpi upp af Ströndum er emiþá hrjóstrugri og
kaldrana-legri og er enn mjög litið kannaður; heiðar þessar hallast
upp að Drangajökli, sern þekur hæstu l)unguna þeim megin
og i kringum hann á hálendinu er grúi af fönnum, sem
sjaldan eða aldrei þiðna. Undir eins og kemur upp fyrir
fjallabrúnir á Hornströndum verða fyrir manni alveg
gróður-laus öræfi, klappir og urðarhjallar, og hvergi stíngandi strá.
Heiðarnar upp undir jökul eru mikinn hluta árs snævi
þaktar, á sumrum eru stutt millibil milli skafla, og þar melar
og aurar, smátjarnir hér og hvar og krapapollar.
Skrið-jökulstangar ganga niður i hvern dal og sumir ná nærri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free