- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
227

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestfirðir.

* 227

innantil eru fjöllin þó minna sundurskorin, hvilftirnar eru
grynnri og brúnirnar oft óslitnar langa leið; viða hafa
skriður fallið i sjó fram. Að sunnanverðu eru helztu
dal-kvosirnar, Keldudalur, Hraunsdalur og Haukadalur, og ganga
fram björg á milli þeirra, er þar viðast örðugur vegur og
sumstaðar kallaðar »ófærur«. Að norðanverðu er bygð mest
og undirlendi um miðjan fjörðinn og þar eru fjöllin einna
mest sundurgrafin af dölum. Einn dalurinn liggur þvers
i gegnum fjöllin til Onundarfjarðar og heitir vegurinn þar
i gegnum Gremlufallsheiði (749’). Mvrafell er einstakt
fjall i bygðinni 905 fet á hæð, en annars eru fjöllin þar
fyrir utan mikið hærri, viðast 1800—2000 fet (Oþoli við
Gerðhamra 2151’); frá Gerðhömrum liggur Klúkuheiði
(1830’) yfir i Valþjófsdal i Önundarfirði. Fjallið skiftist þar
hið efra i álmur og rana, þvi djúpar dalskorur ganga inn
úr öllum áttum, þar er Porsteinshorn (1590’), kambur milli
dala þeirra, er ganga upp af Ingjaldssandi, það er
grös-ugur og allbreiður dalur og aðeins sandræma með sjónum,
að jbygðinni liggja brött fjöll á báða vegu; þar er komið
fyrir nesið inn i Önundarfjörð. Þessi fjörður er hvað
alment landslag snertir mjög svipaður Dýrafirði, þó hið
einstaka sé ólikt. Valþjófsdalur skerst inn i fjöllin að
sunnanverðu, og norðanfjarðar eru margir smærri dalir. Úr
Önundarfirði liggur Breiðdalsheiði (1906’) niður að
Skutilsfirði, og Klofningsheiði (1932’) yfir að Stað í
Súgandafirði; af hæð heiðanna sést að fjallgarður þessi er
hár, viða um 2000 fet og þar yfir. Súgandafjörður er
þvengmjór allur hið innra og há fjöll báða vegu, og er þar
mjög skriðuhætt. Að norðanverðu ganga þó smádalir frá
firðinum, þar er yzt Selárdalur og litlu innar
Gilsbrekku-dalur, og má fara um þá báða norður i Bolungarvik; til
Skutilsfjarðar er vegui’ úr fjarðarbotninum yfir Botnsheiði
(1571’). Að sunnanverðu er óslitin hamrahlíð út að höfða
þeim, sem heitir Spillir, þar fyrir utan breikkar fjörðurinn
og gengur þar upp allstór dalur, sem heitir Staðardalur
eftir prestsetrinu sem þar er. Inn i fjöllin norður af mynni
Súgandafjarðar ganga dalkvosir upp af Keflavik og Skálavik.

15*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free