- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
236

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

236

Norðurlancl.

vegurinn fyrir utan heitir Fyrir Axlir (1957’). í Vatnsclal
er iiatur botn með fögrum engjum niður að Flóðinu, sem
er litið uppistöðuvatn, en þar fyrir utan eru hinir
ein-kennilegu Vatnsdalshólar. Fyrir austan Reykjanybbu
er Svinadalur og er vatn mikið i dalnum (Svinavatn) og
liggja mvrar að þvi á alla vegu; Svinadaiur er breitt
graslendi, sem takmarkast að vestan" af bröttum hliðum.
en að austan fláir hann út þvi þar eru takmörkin lágir
hálsar, framhald af ásunum við Tinda, sem ganga niður
með Biöndu. Sú á rennur eftir löngum dal, sem er
rúmar 6 mílur frá þvi áin kemur niður af halendinu
og niður að sjó. Blöndudalur er efst þröngur og
hlið-arnar brattar, gengur þar afdalur upp i hálendið nærri
jafnhliða efsta Blöndudalnum ogl heitir Rugludalur.
Hliðar Blönduclais flá meira og meira út er neðar dregur
og eru mjög grösugar, bæirnir eru oft hátt uppi i hliðum.
Jafnhliða Blöndudal og viðlíka langur er Svartárdalur
og er hálsahryggur allbreiður milli þeirra; mynni
Svartár-dals beygist til vesturs svo dalirnir báðir sameinast og heitir
aðaldalurinn út með Blöndu úr þvi Langidalur. Austan
við Langadal eru há fjöll en í þau yms skörð (Skarðsskarð
1316’) yfir í Laxárdal, en vestan ár er lágur háls með
mel-hryggjum og kiappaholtum. Laxárdalur gengur
jafn-hliða Langadal en liggur viðast 2—-300 fetum hærra; i
honum eru mýrlendi allmikil og takmarkast hann af
sundur-skornum fjallgörðum, skörðum og hnúkum með ýmsurn
nöfnum. A undirlendinu fyrir neðan þessa dali milli ósanna
á Laxá og Biöndu eru melholt mikil með núnu grjóti og
sumstaðar vötn og tjarnir i lautunum.

Fjöllin milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar eru ákaflega
sundurskorin af margkvisluðum dölum og skörðum, eru þar
ótal hálsar, fell og núpar, sem hér verða eigi talin, aðalleiðin
yfir fjöll þessi liggur yflr Vatnsskarð, en margir eru þai’
aðrir vegir; ekki eru fjöll þessi sérlega há, nema einstöku
tindar, og bvgð er þar víða i skörðum og afdölum, þvi
fjöllin eru yfirleitt grösug. Pað er sundurskorin
hálendis-spilda, sem hér gengur fram milli Blöndu og Hjeraðsvatna
alt út á Skaga, en fjallabálkurinu nær þó ekki nema rúm-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free