- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
238

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

238

Norðurlancl.

blágrytishálsa, er mynda eyju miili vatnanna, sem er köliu5
Hegranes. Beggja megin viö hið yzta nef á Hegranesi
ganga inn víkur úr Skagahrbi og er Sauðárkrókur við
hina vestri; upp af Sauðárkrók eru háir melabakkar
og helzt þaðan upp með bygðinni breiður hjalli af
malar-grjóti og föstu blágrvti. Austur af Sauðárkrók er fyrir
botni vikurinnar Borgarsandur og upp af honum
engjabreiður upp að Miklavatni, i það rennur Sæmundará
ofan af Yatnsskarði. Fjöllin vestanmegin við
Skagafjarðar-undirlendið eru lægri en að austan og mjög sundurskorin;
neðsta bygðin undir fjöllunum að vestanverðu heitir
Sæ-mundarhlið alt til Vatnsskarðs, og skilur ásahryggur
(Langholt) hana frá aðalundirlendinu, sem hér er breiðast
og flatast (Vallhólmurinn) milli Hjeraðsvatna og Svartár,
sem hér er kölluð Húseyjarkvisl. Par f}rrir sunnan tekur
við Tungusveit, vestur og suður ganga þar ýmsir dalir
upp i fjöllin, sem hér eru æði há, nafnkunnastur er
Mæli-fellshnúkur (3476’)) sem mænir yfir önnur fjöll og sést
langt að. Frá Mælifelli og Gilhaga liggja vegir upp á
há-lendið á Kjalveg og Stórasand, heitir þar fyrst
Litli-sandur (233U’) öldumynduð heiði milli Skagafjarðardala og
Svartár í Húnavatnssýslu. Úr Austurdal má fara yfir
Nýja-bæjarfjall til Eyjafjarðar. Austan Héraðsvatna heitir
Blönduhlið, fjöllin fram með bygðinni frá Hofsstöðum
inn eftir eru 16—1800 feta há, og eru utan til víða holt
fram með þeim, en þegar dregur inn fyrir Hegranesið verður
fiatlendið breitt og búsældarlegt alt upp fyrir Miklabæ og
Víðivelli, þó hefir Dalsá (milli Akra og Flugumýrar) borið
fram mikla malarbreiðu þvert yfir graslendið. Upp af
Flugu-mýri er hnúkurinn Glóðafeykir. Fyrir sunnan
Silfra-staði gengur Norðurárdalur austur í fjöllin og liggur úr
honum alfaravegur um Oxnadalsheiði (1291’) til
Eyja-fjarðar og er þar djúpt skarð í gegnum fjallgarðinn.

Milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur fram mikill
hálendisskagi, hæstur af öllum skögum á íslandi og mikið
hærri en aðalhálendið bak við. Nes þetta er 6—8 mílur á
breidd og viðlika langt, eftir þvi hve langt er talið upp i
land. Fjöllin eru mjög sundurskorin af dölum, en hæstu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free