- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
243

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Báröardalur.

243

nafnkunnast fjall. Gjögur heitir yzta táin af fjöllum þessum
og er Keflavík austau við hann, þangað liggur vegur af
Látraströnd yfir Uxaskarð (1651’). Austan við fjöll þessi
er lægð eða dalur, 3 milna langur, sem nær úr Höfðahverfi
norður i Hvalvatnsfjörð, þar heitir Leirdalsheiði (1023’)
og eru þar snjóugir fjallahnúkar beggja megin með ótal
skörðum og kvosum.

Austan við Vaðlaheiði er Fnjóskadalur, sem gengur
frá suðri til norðurs eins og Eyjafjarðardalur, aðaldalurinn
er hórumbil 5 milur á lengd út að Dalsmynni, svo er
skarðið kallað, sem gengur vestur í gegnum fjöllin til
Eyja-fjarðar. Suður úr Fnjóskadal ganga þrir dalir, lengstur
þeirra og vestastur er Bleiksmýrardalur, en eystri
dal-irnir, Hjaltadalur og Timburvalladalur eru helmingi
styttri. Lausagrjót er afarmikið i Fnjóskadal og myndar
háa hjalla og hólaþyrpingar, mestir eru hólar þessir yzt i
dalnum hjá Garði enda mætast þar ymsir dalir, sem
jökul-ruðningur hefir komið úr. Flateyjardalur er áframhald
Fnjóskadals norður að sjó og eiginlega sami dalurinn þó
mishæðir nú deili vötnum. Vegurinn norður á Flatevjardal
heitir Flateyjardalsheiði (644’) svipaður Leirdalsheiði.
en dalurinn hefir skorist dýpra niður. Mjög er snjóþungt
á vetrum á þessum skaga og gróður kyrkingslegur. Fyrir
austan Flateyjardal eru mikil fjöll og há, sem heita
Vikna-fjöll og ganga þverhnýpt niður að sjó i Skjálfanda við
Nátt-faravikur, inn af þeim eru Kinnarfjöll vestan við
Bárðar-dal að neðanverðu, eru þau líka há og brött og ná suður
að Ljósavatnsskarði. Ljósavatnsskarð (460’) liggur þvers
i gegnum fjallgarðinn milli Fnjóskadals og Bárðardals og
sker fjöllin niður að grunni, um það liggur aðalvegurinn
austur i sýslur. Norðan við skarðið er Fornastaðaf j all
(2865’), en sunnan við það Háfafell (2916’).

Bárðardalur er lengsti dalur á landinu, liann er yfir
14 milur á lengd fram i sjó, dalurinn myndar takmörk
blá-grýtisfjalla og móbergsfjalla og hér hefjast fyrst hrauna- og
gosmyndanir á Norðurlandi. Um efri hluta Bárðardals, þann
er i óbygðum liggur, höfum vér áður getið. Ofarlega við

16*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free