- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
244

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

244

Norðurlancl.

bygðina heíir í firndinni hraun runnið ofan af hálendi niður
i dalinn, svo í honum er hraunbotn niður i Kinn, ofan á
hrauninu er þó víða þykkur jarðvegur, árburður mikill og
graslendi gott. Uppi á hálendi er hæðin svipuð beggja
megin við dal Skjálfandafljóts, en þegar kemur niður undir
bygð verður breyting á þessu, fjöllin vestanfljóts eru þar
miklu hærri, viðast 24—2800 fet, en austandals er
Mývatns-heiði 12—1300 feta há og Fljótsheiði aðeins 800—1000 fet.
Blágrýti er i fjöllunum vestan við Bárðardal og grágrýli
nokkuð ofan á þvi efst i brúnum enda er sú bergtegund
alstaðar undir möl og isaldarruðningi ofan á blágrýtinu
norðan jökla; að austanverðu er móberg aðalefni og
grá-grýti ofan á því. Yzta bygðin undir fjallshliðunum að
vestanverðu, fyrir norðan Ljósavatnsskarð heitir Kaldakinn
niður að sjó, en hinumegin takmarkast dalurinn af hálsarana.
sem heitir Fljótsheiði, frá sporði hennar er IV2 mila að
sjó, og er þar sléttlendi er dalir kuma saman fyrir botni
Skjálfanda. A þvi undirlendi er sandur með sjó en hraun
hið efra. Þaðan gengur Aðalreykjadalur milli
Hvamms-lieiðar og Fljótsheiðar 2 milur upp í landið og er hann að
miklu leyti hraunum þakinn, áframhald hans heitir B,ey
kja-dalur og geugur hálsatunga út á milli lians og
Laxár-dals, þar er Pverárheiði (982’); upp i hálsana gengur
í’egj andadalur að norðan. Laxárdalur er og þakinn
hraunum, sem eru samanhangandi við Mývatnshraunin.
Austan við Laxárdal er Hólasandur, en austur af
Hvamms-heiði og Aðalreykjadal er Reykjahverfi. Milli Skjálfanda
og Axarfjarðar gengur fram Tjörnes, af þvi Skjálfandaflói
gengur lengra inn er strönd þessa skaga að vestanverðu
nærri 4 milur, en tæpar 2 að austan. Tjörnes er fremur
láglent að vestanverðu, en að austan eru há fjöll með
brött-um hliðum niður að Axarfirði, þar er vegur yfir
Tungu-heiði (1619’); fjöll þessi eru úr blágrýti, en sunnar eru
fjöll úr móbergi, meðal þeirra er Búrfeli (2420’) einna
merk-ast. Fram með láglendisströndinni að vestanverðu eru
viðast háir sævarhamrar og leirbakkar.

Yér höfum áður getið þess að aðalhálendið liallast smátt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free