- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
249

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Héraö.

249

er 1 2 mílna langur dalur. þegar talið er uppí Fljótsdalsbotn
og er miklu breiðara en Jökuldalur, sumstaðar meira en
tvær milur milli hliða. Lagarfljót liggur eftir miðju
hér-aðinu. það er djúpur stöðuvatns stokkur, mjög langur en
mjór og rennur á i gegnum það. prýðir fijótið mjög bygðina.
Þvi fer fjarri að Fljótsdalshérað sé slétt, svo er það aðeins
með köfium, isnúnar blágrýtisklappir og holt eru mjög viða.
Að vestanverðu við Lagarfijót er sveit sú sem heitir Fell
fyrir innan Hróarstungu, og eru þar mörg smáfell og ásar,
en austan megin heita Yeliir, þar er þó alls ekki
slétt-lendi, þar eru holt og hamrabelti og ekkert slétt nema litlar
skákir með ánum. Milli Ketilsstaða og Yallaness er hlið i
ásaþyrpingarnar. þar rennur Grimsá niður um grunnan og
breiðan dal og myndast þar engjasléttur upp af árósnum.
Við endann á Leginum er undirlendi grasivaxið þar sem
árnar koma saman úr tveim dölum, þar er Fljótsdalur
hin nyrðri dalurinn og er hann djúpur með bröttum
hamra-hlíðum beggja megin, þar rennur Jökulsá, en eftir
suður-dalnum rennur Kelduá. Þá er Gilsárdalur að
sunnan-verðu skamt frá Lagarbotninum en svo eru út með Fljótinu
að sunnanverðu blágrýtisásar og hryggir, sem allir hafa
áður verið skógivaxnir, en viðast er land þar nú uppblásið
af heimskulegu sk()garrifi, en nokkrar fagrar skógarleifar eru
þó eftir. Hallormstaðaháls skilur Héraðið frá
Skrið-dal, sem Grimsá rennur eftir; aðaldalurinn klýfst af múla,
og heitir Geitdalur hin vestri álman, en Skriðdalur áfram
hin eystri, i honum eru hólahrúgur miklar, svipaðar
Vatns-dalshólum. fyrir framan Stefánsstaðavatn. Milli Skriðdals
og botnsins á Reyðarfirði eru mikil og há liparítfjöll, sundur-

r

grafin af mörgum dölum og giljum. Ur Skriðdal liggja

vegir niður i næstu firði, Pórdalsheiði niður i botn

Reyðarfjarðar, Breiðdalsheiði (1473’) niður i Breiðdal og

Oxi (1670’) niður i botn Berufjarðar. Niður með Lagar-

fljóti að vestanverðu, fyrir norðan Velli, er Eiðaþinghá
t

og Utmanuasveit, þar er orðið breitt undirlendi fyrir
báðum dalamynnum austur að Jökulsárhlíð og niður að
Héraðsfióa. Næst fióanum eru fyrir sjónum öllum bláir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0263.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free