- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
255

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lón. Hornafjörður. 255

kvíslar renna yfir, bygðin í Lóni sýnist þó í fyrsta áliti
mjög eyðileg þvi láglendið er eintómir berir aurar og möl
og fjallahringurinn i kring gróðurlaus og skriðurunninn, en
margir grösugir smádaiir ganga frá undirlendinu upp i
fjöllin, og á fjárbeitinni þar iifir bygðin að miklu leyti,
fiæðiengi eru og við Lónafjörð Bæjaröðin er þvi tvisett,.
önnur röðin með sjó, hin með fjöllunum Aðaldalurinn
gengur til norðvesturs uppúr Lóninu og rennur Jökulsá
eftir honum, sá dalur kvislast i marga afdali og gljúfur i
hálendisröndinni, og höfum vér fyr nokkuð iýst landsiagi
þar; merkastur af þessum dölum er Víðidalur (1400’),
sem gengur inn á miili Hofsjökuls og Kollumúla, og eru
hrikaleg gljúfur fram úr honum; i fjalldal þessum er gróður
tiltölulega mikill og liefir þar verið b}7gð við og við. 011
fjöll, sem liggja að Lóninu. eru mjög sundurskorin og
tindótt, að norðanverðu er Evstrahom yzta fjallið. en að
sunnan Vestrahorn (2441’), og upp af þvi er Klif atindur
(2834’). Vestur af Ivlifatindi er djúpt skarð gegniun fjöllin,
sem heitir Almannaskarð (488’), og liggur um það
alfara-vegur til Nesja i Hornafirði Utsjónin af Almannaskarði að
sunnan er nafntoguð, þaðan er hið mesta víðsýni yfir
blómlega b\Tgð i Nesjum. yfir Hornafjörð með eyjum og
töngum og um suðurrönd Vatnajökuls alt vestur i Oræfi,
hið efra endalausir hjarnfiákar, framundan þeim höfðar,
tindar og núpar, og skriðjöklar niður úr hverri skoru, sem
fietjast út er þeir koma niður á undirlendið. Eyrir norðan
og austan Nesjabygðina i Hornafirði eru toppótt og
sundur-skorin fjöll mjög skriðurunnin og ganga ymsar dalskorur
upp i þau; langstærsti dalurinn er Lax árdalur, sem gengur
langt norður i fjöll. A fjallgarðinum milli Almannaskarðs
og Laxárdals eru Skálatindar (2681’), Háitindur (2869’)
og Miðfellstindur (2645’) en Endala usidalur gengur
bak við þessi fjöll upp úr Lóni yfir i Laxárdal. Fyrir mynni
Laxárdals er á sléttu litið einstakt fell, sem heitir Miðfell
(382’). Fyrir vestan og norðan Laxárdal eru lika
sundiu-grafin fjöll, af hinum hæstu tindum á þvi svæði má nefna
Marktind (2859’), og Hrútabotnahamar (3302’) þaðan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free