- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
259

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Austur-Skaftafellssýsla.

259

Fyrir vestan Hverfisíljót takmarkast bygð á Siðu af
lágum fjallshlíðum suður af Kaldbak, og eru þær víðast
6—800 fet á hæð. þar er Fossnúpur (877’) syðst, fyrir ofan
brúnirnar eru mjög grösugar heiðar, og hafa ýmsar smáár
graíið sér þar djúpa farvegi; dalur skerst nokkuð upp i
há-lendisröndina fram með Geirlandsá, og þar fyrir sunnan og
vestan eru sömu heiðar með brattri brún niður að láglendi,
en brúnirnar eru hór nokkuð lægri (450—600’) og heiðarnar
upp af einnig mjög grösugar, enda eru þar margir bæir
í>ar er Holtsborg (835’) og Skálarfjall (1339’), og skilur
dalskora það frá hálendinu. Fvrir vestan Skaftá liggur
bygðin Skaftártunga utan i hálendisröndinni, þar eru
lágir hálsar beggja megin við dal þann, er Tungufljót rennur
eftir og upp af bygðinni grösugar og viðáttumiklar heiðar
og beitarlönd (Ljótastaðaheiði). A vestri hálsinum er
utar-lega hnúður, sem kallaður er Stakkur (931’), en á eystri
hálsinum er Húsafell (886’) einna hæst.

Mýrdalsjökull þekur að austanverðu algjörlega
hálendis-tungu þá, sem hann hvilir á, en einstök móbergsfell eru þó
í jökulröndinni; þar eru nyrzt Einhyrningsfjöll,
tind-óttur fjallarani, frálaus jökli, og suðvestur af þeim i
jökul-röndinni Oldufell, en i suður Einhyrningur, einstakt
fjall, bra-tt og söðulbakað; sunnar og austar i jökulröndinni
eru hálsar við Merkigil og Sandfell, en Atley og
Rjúpnafell eru einstök fell milli jökuls og Hólmsár, þau
eru einkennilega löguð, há að norðan, en hali suður úr.
Suður af Kötlujökli er einstakt fjall á söndunum, sem heitir
Hafursey (1855"), inn í það gengur Klofgil að suiinan og
sker fjallið nærri sundur. En tæpa mílu sunnar er
Hjör-leifshöf ði(704’), einstakt fjall á sandinum nærri sjó. Fyrir
vestan Mýrdalssand gengur mikil hálendisspilda útundan
jöklinum fram að sjó, austurrönd hennar er brött niður að
sandinum, en ekki há (700 — 1200 fet), er þar
Höfðabrekku-afréttur næst jökli með miklum gljúfragiljum, en þar fyrir
neðan grösugar heiðar og beitarlönd, yzt
erHöfðabrekku-fjall og á þvi Háfell (937’). Fyrir vestan
Höfðabrekku-heiðar skerst inn djúpur dalur, Kerlingardalur, en þar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free