- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
264

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

Unclirlendi.

og er íiann næst jökhim samanhangandi við Heinabergs^
sand, sem Heinabergsvötn og Kolgrima renna yfir.

Hestgerðismúli sker láglendið i sundur, gengur nærri
niður að sjó, en fyrir vestan hann breikkar undirlendið aftur
nokkuð, þó það só töluvert mjórra en áður, háir múlar
nálgast ströndu, en állmiklir dalir ganga upp á milli þeirra
og eru Staðardalur og Kálfafellsdalur þeirra mestir, sem fyr
var getið. Hórað þetta heitir Suðursveit. Þar eru
gras-lendi vestur fyrir Kálfafellsstað og engjar miklar, en svo
kemitr Steinasandur vestur undir Steinafjall, og er hann
liálf míla á breidd að neðan, en upp af honum er
Iválfa-fellsdalur, nærri allur i aurum og sandi; vestur með
Steina-fjalli alt að Fellsfjalli og uppaf Breiðabólsstaðalóni eru
aftur graslendi allmikil, en svo taka við auðnirnar og
sand-arnir hjá Breiðamerkurjökli. Steinafjall gengur einsog
Hestgerðismúli nærri niður að sjó.

Fyrir vestan Reynivelli i Suðursveit hefjast hinir miklu
sandar, sem taka yfir mikið flatarmál i Skaftafellssýslu og
skilja hverja bygðina frá annari, svo þær verða einsog eyjar

r

i sandhafinu. Ur Suðursveit að Oræfum er yfir mikinn
sand að fara, það erBreiðamerkursandur, hann er 31/*
míla á lengd frá Yeðurá i Kviármýri, nærri 5 milur frá
Reynivöilum að Hnappavöllum, en tiltölulega mjög mjór,
þvi mikill hluti iáglendisins iiggur undir jökli, sem fallið
hefir fram og breiðst út einsog stór kaka yfir sandana.
Breiðastur er sandurinn milli jökuls og sjóar að vestan. rétt
fyrir austan Kvisker, þar er hann rúm hálf míla á breidd;
viðast er sandurinn tæpur fjórðungur úr milu og frá yzta
oddi Breiðamerkurjökuls eru ekki nema tæpir 200 faðmar
niður i fjöru. Sandurinn takmarkast alla leið vestur að
Kví-skerjum af óslitnum skriðjöklum og yfir hann flæða mörg
og mikil jökulvötn, sem sifelt eru að breytast, efnið i
sand-inum er stórgerð möl með smágjörvum sandi innanum.
Gróður getur eigi haldist þar sem jökulkvislarnar flæða yfir,
þó er á sandinum graslendi nokkuð austan við Breiðá, sem
heitir Nýgræður. Vestan við Breiðamerkursand gengur
Kviárjökull frá Öræfajökli niður á sandana, og eru við enda

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free