- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
272

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

272

Suðurlandsundirlendi.

á breidd. Pegar þessari bygð sleppir tekur við
Sólheirna-sandur austan við Jökulsá, en Skógasandur vestan við hana.
Sandar þessir hallast með breiðu hveli báða vegu frá Jökulsá
og hækka smátt og smátt upp að endanum á Sólheimajökli.
Sólheimasandur er hérumbil 3 4 úr mílu á breidd frá
fjalli til fjöru og um mílu á lengd þegar lengst er talið
fyrir ofan Pétursey, á austurhluta sandsins er vatnsbarin
möl, og þar eru margar grunnar rásir eftir kvislar, sem þar
hafa runnið, og er viða farið að spretta gras i þeim,
sand-urinn fyrir austan Húsá1) er allur að gróa upp; vestar er
Sólheimasandur hrjóstrugur og töiuvert hærri ofan til.
Skógasandur er stærri, þar sést ekki stingandi strá og
yfirborðið er mestmegnis blágrýtismöl með hornóttum
stein-um; stór björg liggja á við og dreif á sandinum. Útlit er
til að sandar þessir hafi upprunalega m^mdast af stórgerðum
jökulhlaupum.

Milli Jökulsár og Markarfljóts liggur Ey j af j allasv eit,
breið, grasgefin undirlendisræma undir háum fjöllum.
Sand-arnir ná vestur undir Hrútafell, en svo tekur við grösugt
sléttlendi með bæjaþorpum bæði uppi undir fjöllunum og
niður við sjó, og nær það vestur að Holtsós og Steinafjalli,
og ganga upp af því stuttir dalir. Fyrir vestan Holtsós
breikkar sléttlendið meir og meir vestur að Seljalandsmúla
og er mjög grösugt, enda er þar undir Eyjafjöllum
veður-sæld hin mesta, þó stundum komi þar ofsaveður. Bæjaröðin
er tvisett og standa bæirnir oft i stórum þorpum, þvi mjög
margbyit er á hverri jörð. All úr ]\[arkarfljóti hefir oft brotist
æðilangt austur með fjöllunum og undan Eyjafjallajökli
renna írá og Holtsá, og er jökulvatn i báðum. A vetrum
stiflast árnar stundum og flæða yfir láglendið og eru þá
bæirnir einsog eyjar i hafi, stundum stifiast lika Holtsós,
gengur á land og gerir skaða. Fram með sjónum er allbreið
sandræma, Eyjafjallasandur.

Suðurlaiidsuiidirleiidið. Petta undirlendi er langstærst
allra láglenda á Islandi, og nær frá Selvogsheiði austur að

*) Lítil á vestan við Ytri-Sólheima.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0286.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free